Sá gamli grćni: Bjarni Pétursson

Nú í morgun fóru pósthúsdömurnar af stađ međ fimmtu Völsungsleikskrá sumarsins í hús. "Sá gamli grćni" er ađ sjálfsögđu á sínum stađ og ađ ţessu sinni er

Sá gamli grćni: Bjarni Pétursson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 952 - Athugasemdir ()

Bjarni Pétursson
Bjarni Pétursson

Nú í morgun fóru pósthúsdömurnar af stað með fimmtu Völsungsleikskrá sumarsins í hús. "Sá gamli græni" er að sjálfsögðu á sínum stað og að þessu sinni er það hinn mikli Völsungur Bjarni Pétursson.
Við viljum biðjast velvirðingar á því að myndin af Bjarna í leikskránni fór örlítið úr skorðum en hann er að mestu leyti svartur og slíkt getur gerst í prentun. Við erum vissir um að hann fyrirgefi okkur þetta með bros á vör og hér má lesa viðtalið við meistara Bjarna, gjöriði svo vel!

Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?

Ég var viðloðandi liðið frá 1983-1988 og mig minnir að minn fyrsti leikur hafi verið á móti Reyni Árskógsströnd.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Eftirminnilegasti leikur var þegar við spiluðum á móti Selfoss og unnum okkur keppnisrétt á meðal þeirra bestu.

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Samherjarnir voru margir en þeir bestu voru Sveinn Rúnar Arason, Sigurður Pétursson, Gunnar Straumland og varnarjaxlinn Birgir Skúlason.

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Það eru ótal sögur frá þessum tíma en við skulum láta þær liggja á milli hluta.

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Veit allt sem ég þarf að vita og veit ekki betur en starfseminn sé í góðu lagi en móttóið er að gera betur í dag en í gær.

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að reisa ?
Skoðun mín er einföld, þetta er frábært framtak.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Starfseminn er í öruggum höndum þannig að ég tel framtíð félagsins bjarta.

BP
                                                             Bjarni Pétursson

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson (1.tbl)
Sá gamli græni: Sigmundur Hreiðarsson (2.tbl)
Sá gamli græni: Ásgeir Baldursson (3.tbl)
Sá gamli græni: Birkir Vagn Ómarsson
(4.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ