Grćni púlsinn: Hafrún Olgeirsdóttir

Grćni púlsinn var tekinn á Hafrúnu Olgeirsdóttir markahrók en viđtaliđ viđ hana birtist í Völsungsleikskránni sem ađ kom út í dag. Hafrún hefur skorađ 71

Grćni púlsinn: Hafrún Olgeirsdóttir
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 927 - Athugasemdir ()

Hafrún Olgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir

Græni púlsinn var tekinn á Hafrúnu Olgeirsdóttir markahrók en viðtalið við hana birtist í Völsungsleikskránni sem að kom út í dag. Hafrún hefur skorað 71 mark fyrir meistaraflokk Völsungs í 78 leikjum sem verður að teljast ansi góð tölfræði. Hún spilar í dag með pepsi-deildarliði Þór/KA á Akureyri þar sem fyrrum þjálfari Völsungs Jóhann Kristinn Gunnarsson stendur í brúnni.

Hvernig er að vera leikmaður í úrvalsdeild á Íslandi ?
Það er ótrúlega skemmtileg upplifun og í raun forréttindi. Toppaðstæður að flestu leyti og virkilega skemmtilegt.


Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður ?
Metnaðurinn er töluvert meiri bæði í öllu í kringum liðið og hjá liðinu sjálfu. Tempóið er töluvert hærra og gæðin meiri.

Hvert er markmið sumarsins ?
Markmið liðsins eru bara að taka einn leik í einu, enginn leikur er unnin fyrirfram og svo er að sjálfsögðu markmiðið að vera besta liðið á Íslandi í haust.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila ?
Mér finnst mjög skemmtilegt að spila á móti Breiðablik. Erfitt lið, hraðar og spila boltanum ótrúlega vel og því mjög krefjandi leikir.

Hvernig horfir Hafrún til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn ?
Hafrún hefur eiginlega ekki gert upp hug sinn þegar kemur að því. Er í krefjandi námi og planið er að fara í skiptinám til Ítalíu 2013 í fimm mánuði þannig að boltinn mun sennilega víkja þar allavega.

Hver er draumurinn ?
Draumurinn hefur alltaf verið að koma Völsungi upp í Pepsi deild kvenna. Því verður náð áður en ég legg skónna á hilluna.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður ?
Nei í raun ekki. Það er fyrst núna sem stelpur eru að fara út og fá fína samninga hjá liðum en fáar íslenskar stelpur til dæmis sem ná að framfleyta sér á því einu að spila fótbolta. Stefnan var alltaf að spila bara í efstu deild á Íslandi.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri ?
Leiðinlegar klisjur eins og borða hollt, æfa auka og hvíla sig á milli eru lykilatriði til að ná árangri. Einnig finnst mér mjög mikilvægt fyrir leikmenn að vera tilbúna til þess að fórna ýmsu öðru til þess að stunda íþróttina á fullum krafti.

Eftirminnilegasti leikur á ferlinum til þessa ?
Þeir eru í raun tveir. Bikarleikur á móti Íslands-og bikarmeisturum Vals á Húsavíkurvelli sumarið 2009 þar sem brekkan var stútfull af bæjarbúum og við áttum glimrandi góðan leik sem því miður tapaðist þó 4-0. Hinn var fyrri leikurinn á móti Aftureldingu 2008 í úrslitum um að komast upp um deild. Hann unnum við 2-3 á útivelli, ég skoraði tvö og Gulla Jóns gamla kempan skoraði eitt mark.

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar ?
Heima.

Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung ?
Alveg klárlega.

Hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með ?
Arna Sif og Katrín Ásbjörns deila þessum titli en þær spila báðar með mér í Þór/KA. Ótrúlega hæfileikaríkar og eiga báðar eftir að ná mjög langt.

Besti samherji frá upphafi ?
Sömu og að ofan.

Hversu mikið saknaru Húsavíkur ?
Passa mig alltaf að koma það reglulega heim að söknuðurinn verði ekki of mikill. Væri mikið til í að búa hér allt árið um kring.

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs ?
Þetta klassíska, fjölmennum á völlinn. Það er góð skemmtun að fara á völlinn og skiptir einnig miklu fyrir leikmenn liðanna að vita af stuðningi úr brekkunni. Ég upplifði það samt þegar ég spilaði hjá KR að það koma fleiri á leiki hjá kvennaliði Völsungs í 1.deild heldur en hjá kvennaliði stórveldisins KR í Pepsi deild. Skemmtileg staðreynd. Að lokum langar mig að þakka Græna hernum fyrir fyrsta klassa umfjöllun um liðin og það er frábært að fylgjast með þessu. Takk fyrir mig.

HafrúnOlgeris

Eldri greinar:
Græni púlsinn: Elfar Árni Aðalsteinsson (2.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Jónasson (3.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann
(4.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ