Grni plsinn: Elfar rni Aalsteinsson

Elfar rni Aalsteinsson opnar liinn sem vi kllum "Grni plsinn" en Elfar kva a sla um og ganga til lis vi rvalsdeildarli Breiabliks

Grni plsinn: Elfar rni Aalsteinsson
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 983 - Athugasemdir ()

Elfar rni
Elfar rni

Elfar Árni Aðalsteinsson opnar liðinn sem við köllum "Græni púlsinn" en Elfar ákvað að söðla um og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks í vetur. Við ræddum við hann á dögunum og hér fyrir neðan má lesa viðtalið við hann sem birtist í Völsungsleikskránni sem kom út í dag.

Hvernig er að vera leikmaður í úrvalsdeild á Íslandi ?

Það er mjög gaman, það er góð umgjörð í kringum þetta en maður er nú bara rétt búinn að finna smjörþefinn af þessu.

Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður ?
Mesti munurinn er að maður þarf ekki að ferðast 6-7 klst í annan hvern leik, hraðinn og gæðinn í boltanum er líka meiri.

Hvað seturu markmiðið á mörg mörk í sumar fyrir Breiðablik ?
Ég er ekki með neina ákveðna tölu, þetta er allt saman alveg nýtt fyrir mér og markmiðið er einfaldlega að reyna skora í þeim leikjum sem maður tekur þátt í.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila eða hvaða liði hlakkar þig mest til þess að mæta ?
Það er mjög gaman að spila í Kaplakrika þó er ekki eins gaman að spila við FH þegar þeir komast á flug. Það  var skemmtileg upplifun að spila í eyjum, ótrúlegt landslagið í kringum völlinn. Einnig held ég að það sé gaman að vinna í Frostaskjóli.

ellifh

Hvernig horfir Elfar Árni til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn ?
Nú er ég einfaldlega bara að hugsa um þetta sumar og reyna að standa mig. Það skiptir mestu máli hvað maður er að gera í núinu. Það kemur í ljós hvernig þetta á eftir að ganga og svo er bara að halda áfram.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður ?
Ætli flestir fótboltakrakkar hafi ekki alltaf hugsað um það. En þetta er einfaldlega það skemmtilegasta sem maður gerir og það væri ekki slæmt að geta unnið við það.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri ?
Að hafa áhuga á því sem hann er að gera og leggja hart að sér. Einnig verður maður að vera tilbúinn að fórna ýmsu til þess að ná árangri.

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar ?
Fjölskylda


Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung ?

Ertu betri eða miklu betri en Baldur bróðir ?
Maður hefur lært það í gegnum tíðina að tala vel um eldri systkini sín þannig að hann er aðeins betri en ég. Hann er reyndar kominn með góða bumbu núna þannig ég er að ná honum en hann hefur verið góður að aðstoða mig og leiðbeina mér í gegnum fótboltaferilinn þannig ég er honum þakklátur fyrir það. Reyndar held ég að Helga sys sé best af okkur, hún hefur allavega mesta skapið.

Var það draumurinn að spila saman einn daginn ? Sérðu það gerast ?
Já það hefur alltaf verið draumurinn, spiluðum reyndar einn æfingaleik saman í 15 mín sem telst ekki með en hann er núna  í smá pásu eftir að hafa farið í aðgerð þannig það er ekkert nema tíminn sem getur leitt það í ljós.

Hver er besti samherjinn frá upphafi ?
Besti samherji sem ég hef spilað með er Bjarki Baldvinsson, byrjaði að spila með honum þegar ég var  svona 3 ára og hann veit upp á hár hvað ég ætla að gera og kemur boltanum þangað sem ég vil fá hann. Ótrúlegur kraftur í honum og get ég ekki fundið neinn sem er leiðinlegra að keppa við. Þekki ekki neinn sem er jafn lítill að utan en stór að innan.

Hversu mikið saknar þú Húsavíkur ?
Á skalanum 1-10... svona 11!

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs ?
Aðstaðan er að verða betri, umfjöllunin er eins og best verður á kosið og nú er það stuðningur úr stúkunni sem þarf að vera betri. Fleiri þurfa að mæta á völlinn og það þurfa einhverjir að taka sig til og græja alvöru stuðningsmannasveit. Það þurfa einhverjir fleiri að slást í lið með Dóru Ármanns að öskra okkar menn áfram!

elli3

Úr Völsungsleikskrá 2tbl
Myndir: Hrannar Björn Bergmann


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr