Dragan í viđtali hjá fotbolti.net eftir HK leikinn

,,Ţetta tókst ekki en viđ fengum fćri til ađ gera ţađ, ţrisvar fjórum sinnum einn gegn markmanni en viđ náum ekki ađ skora og leikurinn tapast," sagđi

Dragan í viđtali hjá fotbolti.net eftir HK leikinn
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 767 - Athugasemdir ()

,,Þetta tókst ekki en við fengum færi til að gera það, þrisvar fjórum sinnum einn gegn markmanni en við náum ekki að skora og leikurinn tapast," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Völsungs í viðtali við fótbolti.net eftir 1-0 tap gegn HK í Kópavogi.


Jafntefli hefði tryggt Völsungi sæti í 1. deild og sigur hefði tryggt þeim sigur í deildini.

,,Mér fannst þetta góður leikur hjá báðum liðum. Þetta eru bæði góð fótboltalið og við spiluðum fínan taktískan leik og lokuðum vel. Við vissum alveg að HK er með fínan hraða frammi. Við gerðum þetta mjög vel en það eina sem vantaði var að skora í dag. Við áttum nóg af færum til að gera það en skorum ekki. við verðum að fara yfir þetta betur eftir helgi."

Völsungur mætir Njarðvík í lokaumferðinni á heimavelli og þar verða þeir að reyna að sækja þetta stig sem vantar til að komast upp.

,,Það er allaf erfitt þegar lið vantar eitt stig til að klára eins og við í dag. Það er alltaf hættulegt, en við verðum að gera betur heima um næstu helgi. Þetta er úrslitaleikur og við verðum að fara vel yfir næstu viku og undirbúa okkur í þennan leik. Ég trúi ekki öðru en að við getum klárað þann leik."

STUDNINGUR

Það skorti ekki stuðninginn hjá Völsungi því mikill fjöldi Húsvíkinga varí stúkunni á Kópavogsvelli og studdi liðið.

,,Það er gaman að sjá svona marga Völsunga koma að horfa á leikinn í dag. Það var mjög skemmtilegt að hlusta á stuðninginn úr stúkunni allan seinni hálfleikinn en við náðum ekki að klára leikinn í dag. En við ætlum að reyna að gera það um næstu helgi," sagði Dragan að lokum

Smelltu HÉR til að sjá video af viðtalinu við Dragan.

Frétt frá Fótbolta.net.

Athugasemdir

  • Steinsteypir

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ