Ostakkubrownies og fleira ggti

g var mtt til vinnu klukkan hlf sj grmorgun ar sem a var mitt hlutverk a hafa tilbinn morgunver klukkan sj fyrir gesti og gangandi.

Frttir

Ostakkubrownies og fleira ggti
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1179 - Athugasemdir (4)

Ég var mætt til vinnu klukkan hálf sjö í gærmorgun þar sem það var mitt hlutverk að hafa tilbúinn morgunverð klukkan sjö fyrir gesti og gangandi. Þar af leiðandi var ég búin fyrr en ella í vinnunni og mundi loksins eftir því að fara á Bókasafnið að endurnýja bókasafnskortið mitt. Ég er því miður ekki mikill lestrarhestur nú á dögum en finnst samt að sem flestir eigi að eiga bókasafnskort og auðvitað reyna að nýta það sem best. Þó að ég hafi ekki stundað safnið stíft á efri árum þá hefur mér alltaf fundist eitthvað heillandi við að fara þangað og tala nú ekki um í gamla daga þegar Helen réði ríkjum, það var bara eitthvað svo vinalegt. Ég er samt ekki að meina að það sé eitthvað síður vinalegra í dag, alls ekki.

Í gær þegar ég fór á safnið sló ég aldeilis tvær flugur í einu höggi í menningarlegheitum því ég fór líka á myndlistarsýningu hjá honum Frímanni og verð að segja að mér finnst mjög sniðugt að hafa sýningar þarna í innganginum eða salnum fyrir framan Bókasafnið. Það er búið að vinna frábært starf, að mínu mati, við Safnahúsið okkar og við getum verið mjög stolt af því og vonandi nýta sem flestir sér allt það góða sem í boði þar er og ég mæli að sjálfsögðu með að þið skellið ykkur á sýninguna hans Frímanns.

Þar sem það styttist í páska og kannski af því að veðrið er búið að vera upp og niður er einhver kökulykt í loftinu og mig langar alveg rosalega í eins og eina sneið af góðri köku. Ég get ekki ákveðið hvaða köku mig langar mest í svo að ég set hér inn þrjár girnilegar kökuuppskriftir. Fyrstu tvær uppskriftirnar eru teknar af æðislegu matarbloggi sem heitir www.ljufmeti.is og er sú sem skrifar það með rosalega mikið af girnilegum uppskriftum auk þess að skrifa skemmtilega um lífið og tilveruna. Sú þriðja er einfaldlega besta kaka sem ég hef smakkað í lífinu og ég hef birt uppskriftina amk tvisvar sinnum hér en það er himneska súkkulaðikakan hennar mömmu, hún er bara engu lík.  

Ostakökubrownies

Browniesdeigið:

  • 200 g smjör
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 4½ dl flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3 egg
  • 2 dl hveiti

Ostakökudeigið:

  • 200 g rjómaostur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 dl flórsykur
  • 1 egg

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið. Hakkið súkkulaðið og látið það bráðna í smjörinu. Hrærið saman flórsykur, vanillusykur og egg. Hellið blöndunni í súkkulaðismjörið. Hrærið hveitinu varlega saman við.

Ostakökudeigið: Hrærið rjómaost, vanillusykur, flórsykur og egg saman þar til blandan verður slétt.

Setjið smjörpappír í skúffukökuform (ca 25×35 cm). Setjið súkkulaðideigið í formið. Hellið ostakökudeiginu yfir og blandið deigunum varlega saman með skeið. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mínútur. Látið kólna í forminu og skerið svo í bita.

Bismarkrjómi

  • 1 dl bismarkbrjóstsykur
  • 3 dl þeyttur rjómi

Myljið bismarkbrjóstsykurinn fínt niður. Þeytið rjómann og blandið saman við bismarkmulninginn.

 

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Botn:

  • 20 súkkulaðikexkökur, t.d. Maryland
  • 2 msk kakó
  • 25 g brætt smjör

Bismarkkrem

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós marshmalowkrem (fæst t.d. í Hagkaup, sjá mynd)
  • Nokkrir dropar af piparmintudropum
  • nokkrir dropar af rauðum matarlit
  • 1 dl bismarkbrjóstyskur + nokkrir til skrauts

Súkkulaðisósa:

  • 125 g dökkt súkkulaði
  • 75 g smjör
  • ½ dl sykur
  • ½ dl sýróp
  • ½ dl vatn
  • smá salt

Setjið kex, kakó og brætt smjör í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið blöndunni í smelluform með lausum botni (það getur verið gott að klæða það fyrst með smjörpappír) og setjið í frysti.

Þeytið rjómann og blandið marshmallowkreminu varlega saman við. Passið að hræra marshmallowkreminu ekki of vel saman við rjómann, það á að vera í litlum klessum í rjómanum. Hrærið nokkrum dropum af piparmintudropum saman við (smakkið til, mér þykir passlegt að nota ca 1 tsk.).  Setjið um þriðjung af kreminu í aðra skál og leggið til hliðar.

Myljið bismarkbrjóstsykurinn í mortéli og blandið honum saman við stærri hluta kremsins. Takið kökubotninn úr frystinum og breiðið kreminu með bismarkbrjóstsykrinum yfir hann.  Hrærið nokkrum dropum af rauðum matarlit saman við kremið sem var lagt til hliðar og breiðið það yfir hvíta bismarkkremið. Notið hníf til að mynda óreglulega áferð í kremið.

Frystið kökuna í að minnsta kosti 5 klukkutíma. Takið hana úr frystinum 10-15 mínútum áður en það á að bera hana fram. Skreytið með bismarkbrjóstsykri.

Setjið öll hráefnin í súkkulaðisósuna í pott. Látið suðuna koma upp við vægan hita og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og glansandi.

Berið sósuna fram heita eða kalda með kökunni.

 

Himneska súkkulaðisælan hennar mömmu

½ bolli sterkt kaffi (uppáhellt)

200 gr púðursykur (mamma hefur 180 gr)

200 gr sykur (mamma hefur 180 gr)

350 gr smjör

300 gr suðusúkkulaði

100 gr ljóst súkkulaði

5 stór egg (eða 6 lítil)

Kaffi sett í pott og sykrinum bætt út í. Látið suðuna koma upp. Takið af hellunni og bætið smjöri og súkkulaðinu, í bitum, saman við sykurblönduna. Má ekki sjóða eftir að súkkulaðið og smjörið er komið saman við. Hrærið vel í blöndunni. Eggin eru hrærð saman, þeim bætt út í blönduna og allt hrært vel saman. Stórt lausbotna klemmuform er smurt vel. Blöndunni hellt í formið. Gott er að klæða mótið að utan með álpappír svo að blandan leki ekki á milli botns og forms meðan kakan bakast. Kakan er sett í 180°C heitan ofn og bökuð í 60 mínútur. Kakan er kæld (jafnvel sett í frysti) í 3-4 klst., áður en hún er borin fram. Með þessari köku er gott að bera fram fersk ber og þeyttan rjóma eða ís.

Vonandi finnið þið uppskrift við ykkar hæfi til að prófa um páskana eða við annað gott tækifæri - verði ykkur að góðu!

 Hver er ekki til í væna kökusneið?

 


Ingvar Bjrn bakai essa og hn er rosalega g, get sko mlt me essari uppskrift!
Takk fyrir a Jna - Anna Heba sagi mr a einmitt grkveldi og sagist ekki hafa smakka, g skammai hana ;)
mmmm ... me matas! Hva er annars bismarkbrjstsykur, er a eitthva svona nmins?
Agnesagnes, held a urfir a fara drfa ig heim... Bismark?! hvtu og rauu veist gamla daga ;)
Skrifa athugasemd




captcha

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744