Umfjllun: Einu stigi fr 1.deildrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 343 - Athugasemdir ( )
Völsungur sigraði Fjarðabyggð, 1-0, með marki frá Marko Blagojevic á 79.mínútu leiksins í 20.umferð 2.deildar í dag. Leikurinn
fór fram á rennandi blautum Húsavíkurvelli en eftir sigurinn eru Völsungar á toppnum með 43 stig, aðeins einu stigi frá því að
tryggja sér sæti í 1.deild að ári.
Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson (Sveinbjörn Már Steingrímsson '80), Gunnar Sigurður
Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Arnþór
Hermannsson (Ásgeir Sigurgeirsson '65), Hrannar Björn Steingrímsson (f), Hafþór Mar Aðalgeirsson, Milan Pesic.
Gul spjöld: Halldór Fannar, Hafþór Mar, Milan Pesic & Sveinbjörn Már.
Það var blautt og vindurinn tók vel á móti öllum þeim sem að mættu á Húsavíkurvöll í dag eða gryfjuna
eins og völlurinn er kallaður. Margir kusu að dúsa inn í bíl og horfa á leikinn í gegnum regndropana á meðan að hinsvegar óvenju
margir klæddu sig í pollagallan og stóðu allan leikinn í brekkunni, virkilega gaman að sjá og þið öll sem busluðu þarna í
brekkunni eigið hrós skilið.
Völsungar byrjuðu leikinn af krafti og Milan Pesic átti fínt skot af 25 metra færi eftir um fimm mínútur en vel varið hjá Amir í marki
gestanna. Þremur mínútum síðar voru svo heimamenn nálægt því að taka forystuna en þá átti Hrannar Björn
fyrirliði Völsungs sendingu inn fyrir á Hafþór Mar sem lét vaða á fjærstöng en heimamenn náðu að hreinsa frá og
Sigvaldi Þór fékk þá boltann í lappirnar, flengdi líka þessum fallega bolta inn í teig beint á hausinn á Haffa sem
skallaði í stöngina.
Eftir þetta róast leikurinn og erfiðar aðstæður, mikil bleyta og vindur gerði leikmönnum beggja liða erfitt fyrir. Gestirnir létu þó
vita af sér eftir 25.mínútna leik en Dejan Pesic var með allt lokað í rammanum sem fyrr og bauð upp á glæsilega markvörslu.
Sex mínútum síðar voru Fjarðabyggð nálægt því að skora sjálfsmark. Varnarmaður gestanna ætlaði þá
að hreinsa boltann frá markinu, vindurinn greip knöttinn og Amir Mehica í markinu mátti hafa sig allan við að verja boltann og sló hann yfir
markið.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Arnþór Hermannsson gott tækifæri til að koma Völsungum yfir en skot hans rétt yfir markið. Í
kjölfarið flautaði Juniorinn og kuldalegir leikmenn drifu sig niður í klefa til þess að ylja sér.
Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað. Klingenberginn minnti á sig með sleggju í tréverkið en það hefði verið draumamark ef
þessi hammer hefði legið inni. Tíu mínútum síðar átti Marko skalla eftir horn frá Sigvalda en boltinn framhjá og klukkan á
Húsavíkurvelli var farin að tikka ansi óþægilega hratt. Þegar að um tuttugu mínútur voru eftir fengu heimamenn aukaspyrnu á
fínum stað fyrir utan teig. Marko Blagojevic mundaði vinstri fótinn en aukaspyrna hans vel varin af Amir og Völsungar freistuðu þess að ná í
sigurinn mikilvæga.
Á 79.mínútu leiksins gerðist það svo. Marko Blagojevic fær boltann fyrir utan teig, leikur á einn og hamrar hann í markhornið. Það
ætlaði allt um koll að keyra í brekkunni og það mátti sjá fólk rúlla sér upp og niður brekkuna í hálfgerðum
regnhlífardansi, stórkostlegt. 1-0 og spennandi lokamínútur framundan.
Það hitnaði vel undir mönnum á síðustu mínútunum en Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, fékk að
líta rauða spjaldið eftir mótmæli og veifaði Sverrir línuvörður honum bless eftir að Heimir hafði hellt sér yfir hann á leið
af svæðinu. Gestirnir voru hinsvegar mjög nálægt því að jafna leikinn undir lokinn en á 94.mínútu endaði skalli þeirra
í þverslá eftir aukaspyrnu. Skömmu síðar fór flautan upp í Dodda Junior sem átti góðan dag og sigur Völsunga
staðreynd.
Heimabakarísmaður leiksins: Marko Blagojevic
Unnar Þór Garðarsson afhendi Marko súkkulaðiskóinn og gjafabréf í leikslok.
Marko var frábær í öftustu línu ásamt Klettinum, Sigvalda og Stebba John. Halldór og Hrannar voru gríðarlega vinnusamir á miðjunni
en þeir áttu báðir mjög góðan leik í dag og skiluðu sínu vel og gott betur. Allt liðið getur þó enn betur og enn meira.
Nú er það næsta skref og það er skrefið í næstu deild. Það er ekkert enn í hendi og nú þarf að klára
næsta leik áður en fólk getur byrjað að fagna. Strákarnir eru yfirvegaðir og fókuseraðir á verkefnið og ég trúi ekki
neinu öðru en að þeir mæti á Kópavogsvöll um næsti helgi og kvitti fyrir sig og veruna í deildinni með farmiða í töskunum
upp í næstu deild. ÁFRAM VÖLSUNGUR!
Tengdar greinar:
Dragan: Hugsum alltaf bara um næsta leik
Marko Blagojevic: Þurfum
að halda einbeitingu
Athugasemdir