Ljósmyndasýning um páskana.

Ákveđiđ hefur veriđ ađ halda ljósmyndasýningu um páskana í Safnahúsinu hér á Húsavík. Á henni verđa myndir áhugaljósmyndara hér á svćđinu en sýningin er

Ljósmyndasýning um páskana.
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 1498 - Athugasemdir ()

Tveir góđir á sýningu í den.
Tveir góđir á sýningu í den.

Ákveðið hefur verið að halda ljósmyndasýningu um páskana í Safnahúsinu hér á Húsavík. Á henni verða myndir áhugaljósmyndara hér á svæðinu en sýningin er haldin að frumkvæði Guðna Halldórssonar forstöðumnns Safnahússins.

 

Ekki er neinn formlegur félagsskapur starfandi meðal áhugaljósmyndara á Húsavík og nágrenni en að sögn Hallgríms Sigurðssonar áhugaljósmyndara vita menn þó hver af öðrum og krunka sig saman þegar efnt er til sýninga sem þessara. ,,Við viljum bara hvetja sem flesta áhugaljósmyndara að vera með á sýningunni” segir Hallgrímur og bendir á að þeir sem hafi áhuga á að vera með geti haft samband við hann eða þá Hafþór Hreiðarsson til að fá meiri upplýsingar.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ