Kvennamót Lancome á Katlavelli

Í dag fór fram Kvennamót Lancome á Katlavelli og gekk mótiđ vel fyrir sig. Veđriđ eins og best verđur á kosiđ, léttskýjađ og 20-26 stiga hiti. Verđlaunin

Kvennamót Lancome á Katlavelli
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 571 - Athugasemdir ()

Kvennagolf í veđurblíđunni á Katlavelli.
Kvennagolf í veđurblíđunni á Katlavelli.

Í dag fór fram Kvennamót Lancome á Katlavelli og gekk mótið vel fyrir sig. Veðrið eins og best verður á kosið, léttskýjað og 20-26 stiga hiti. Verðlaunin voru heldur ekki af lakari taginu, gjafabox frá Lancome.

Keppt var í punktakeppni í mótinu og Terma ehf, í samtarfi við Lyfju á Húsavík, veitti verðlaunin í mótið.

 

 

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

 

1. sæti – Jóhanna Guðjónsdóttir      38 punktar

2. sæti – Þuríður Ingólfsdóttir          34 punktar

3. sæti – Kristín Magnúsdóttir          33 punktar

4. sæti – Jakobína Reynisdóttir        31 punktar

5. sæti – Björg Jónsdóttir                 29 punktar

6. sæti – Sólveig Jóna Skúladóttir    28 punktar

 

Nándarverðlaun á 3.braut hlaut Oddfríður D. Reynisdóttir en hún var 1,31 mtr frá holu.

Nándarverðlaun á 5.braut hlaut Björg Jónsdóttir en hún var 2,01 mtr frá holu.

Einnig var dregið úr skorkortum, og voru skorkortin hjá þeim stöllum, Birnu Dögg Magnúsdóttir og Önnu K. Vilhjálmsdóttir dregin upp úr “pottinum” en umsjón með því höfðu þeir heiðursmenn, Ásmundur Bjarnason og Kristinn Lúðvíksson.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ