Hafţór Mar valinn í U19 sem mćtir Eistlandi

„Ţetta leggst mjög vel í mig og ţađ verđur gaman ađ keppa á móti Eistum ţar sem ég hef aldrei mćtt ţeim áđur. Ţađ eru margir nýjir komnir inn í ţetta og

Hafţór Mar valinn í U19 sem mćtir Eistlandi
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 940 - Athugasemdir ()

„Þetta leggst mjög vel í mig og það verður gaman að keppa á móti Eistum þar sem ég hef aldrei mætt þeim áður. Það eru margir nýjir komnir inn í þetta og hópurinn virkar mjög sterkur," segir Hafþór Mar Aðalgeirsson sem hefur verið valinn í landsliðshóp U19 sem mætir Eistlandi hér á landi í september.


„Þetta er eitthvað sem maður var búinn að stefna að svo ég er virkilega ánægður. Ég fór rólega af stað í sumar en hef verið að finna mig undanfarið og það tek ég að sjálfsögðu með mér í þetta verkefni. Það þarf að sýna þessum Eistum hvernig á að gera þetta," sagði Haffi og brosti.

„En eins og ég segi þá er ég mjög ánægður og fullur tilhlökkunar enda heiður að klæðast landsliðstreyjunni," bætti Hafþór við.

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, valdi hópinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi en leikirnir fara fram föstudaginn 7. september kl. 13:15 á Víkingsvelli og sunnudaginn 9. september á Grindavíkurvelli k. 16:00.

Í hópnum er 23 leikmenn og koma þeir frá 19 félögum, þar af eru sjö leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.

Hamingjuóskir elsku Haffi!!

u19

u192
                                  Hér má sjá hópinn sem mætir Eistum.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ