Grćni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann

Grćni púlsinn slćr sem aldrei fyrr og nćstur á sviđ er Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson. Ţađ ţarf vart ađ kynna slíkan meistara en Grímsi er einn sá

Grćni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1055 - Athugasemdir ()

Hallgrímur Mar
Hallgrímur Mar

Græni púlsinn slær sem aldrei fyrr og næstur á svið er Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson. Það þarf vart að kynna slíkan meistara en Grímsi er einn sá besti sem spilað hefur fyrir Völsung á síðustu árum. Hann söðlaði um árið 2009 og gekk í raðir KA, kíkti svo heim seinni hluta sumars 2010 en er nú aftur kominn til Akureyrar þar sem hann spilar í gulu ásamt Guðmundi Óla bróðir og Bjarka Badda.

Hvernig er að vera leikmaður í 1.deild á Íslandi ?

Það er bara mjög fínt. Umgjörðin og umfjöllunin er alltaf að verða meiri og meiri sem og deildin er að styrkjast með hverju árinu.

Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður ?
Það er enginn brjálaður munur þannig séð. Bæði fótbolti og það er gaman í fótbolta. Munurinn er kannski mest í umgjörðinni og svo er eðlilega meira tempó hjá KA en Völsung.

Hvert er markmið sumarsins ?
Persónulegt markmið er bara að standa mig sem best og leggja mig eins mikið fram og ég get í hverjum leik og vonandi mun það skila sér eftir sumarið.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila ?
Með KA er lang skemmtilegast að spila á móti Þór. Þá sérstaklega síðasti leikur sem að bauð upp á allt. Svo hefur líka verið skemmtileg reynsla að spila við lið eins og FH í bikarnum.

Hvernig horfir Hallgrímur til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn ?
Það er erfitt að segja. Það má kannski bara segja sem svo að ég horfi upp á við. Maður nær vonandi eitthvað lengra í framtíðinni, hversu langt verður að koma í ljós.

Hver er draumurinn ?
Draumurinn er að komast eitthvert út að spila. En til að byrja með er markmið mitt að spila í pepsi deildini og síðan mun tíminn leiða í ljós hvort draumurinn sé raunhæft markmið.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður ?
Já, og ég stefni enn.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri ?
Það er fyrst og fremst að æfa sig vel, leggja sig 100 % fram á hverri einustu æfingu og síðan er ótrulega mikilvægt að lifa heilbrigðu líferni.

Eftirminnilegasti leikur á ferlinum til þessa ?
Held það sé klárlega leikurinn gegn Þór núna um daginn, skoraði fallegt mark og hann bauð eins og ég segi upp á allt, baráttu, mörk, gul og rautt spjald hjá einhverjum vitleysing, fulla stúku af fólki og sigurmark á lokamínútunum. Erfitt að biðja um meira.

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar ?
Fyrst og fremst söknuður og síðan félag sem ég elska útaf lífinu.

Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung ?
Ég vona að það komi að því einn daginn.

Hver af ykkur bakarabræðrum er bestur ?
Það er að sjálfsögðu ég, með yfirburðum.

Hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með ?
Sandor Matus markmaður hjá KA er eitthvað veikur milli stanganna.

Besti samherji frá upphafi ?
Allt Völsungs liðið 2010 þegar ég kom heim í júlí frá KA. Við vorum óstöðvandi og töpuðum aðeins einum leik af 11 í seinni umferðini.

Hversu mikið saknaru Húsavíkur ?
Alltof mikið.

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs ?
Ég hvet ALLA til þess að mæta á hvern einasta heima leik og öskra liðið áfram. Það er ekkert skemmtilegra en spila fyrir framan fullt af fólki sem öskrar sig áfram. Því skemmtilegra sem manni finnst í fótbolta því meiri líkur er á að maður nái árangri.
Bræður

Grímsi

Eldri greinar:
Græni púlsinn: Elfar Árni Aðalsteinsson (2.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Jónasson (3.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ