Grćni púlsinn: Aron Bjarki Jósepsson

Völsungsleikskráin kom út í dag og ţar má lesa viđtal viđ Aron Bjarka Jósepsson en viđ tókum púlsinn á okkar manni. Aron Bjarki hefur átt góđu gengi ađ

Grćni púlsinn: Aron Bjarki Jósepsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 891 - Athugasemdir ()

Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson

Völsungsleikskráin kom út í dag og þar má lesa viðtal við Aron Bjarka Jósepsson en við tókum púlsinn á okkar manni á dögunum er hann var á ferðalagi með KR. Aron Bjarki hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu en hann spilar með íslands- og bikarmeisturum KR í Pepsi-deild karla. Hér fyrir neðan má lesa viðtalið. Gjörið svo vel!

Hvernig er að vera leikmaður í Úrvalsdeild á Íslandi ?
Það er bara mjög fínt. Ég er svo heppinn að vera að spila með toppliði sem vill keppa um alla titla þannig að ég þekki bara jákvæðu hliðina á þessu.


Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður ?
Það er að sjálfsögðu þessi klassíska umgjörð sem er miklu meiri í Úrvalsdeildinni en í 2. deildinni. Síðan eru náttúrulega fleiri leikir á sumri en ég kynntist hjá Völsungi þar sem við spilum í deild, förum yfirleitt langt í bikar og svo náttúrulega mjög gaman að taka þátt í Evrópukeppni líka sem gefur enn fleiri leiki.

Hvert er markmið sumarsins með KR ?
Eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra er auðvitað ekki hægt að stefna á neitt minna en það að reyna að vinna deildina og auðvitað bikarinn líka. Allir hjá klúbbnum eru mjög metnaðar- fullir og vilja ná sem lengst.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila eða hvaða liði hlakkar þig mest til þess að mæta ?
Af þeim leikjum sem ég hef spilað finnst mér skemmtilegast að mæta ÍBV. Leikirnir okkar við þá hafa alltaf verið skemmtilegir og spennandi. Annars er það alltaf mjög góð tilfinning að ganga inn á KR völlinn og spila þar. Síðan fannst mér mjög gaman að spila við Elfar Árna í Breiðablik í vetur og bíð spenntur eftir því að mæta honum aftur.

Eftirminnilegasta stund á ferlinum til þessa ?
Síðasta tímabil var náttúrulega allt mjög eftirminnilegt. En upp úr standa leikurinn í Keflavík undir lok tímabils og svo þegar við tókum á móti bæði Valitor bikarnum og Íslandsmeistara bikarnum.

Hvernig horfir Aron Bjarki til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn ?
Næsta skref er allavega að fá meira að spila með KR og vinna fleiri titla með félaginu. Þegar það tekst er aldrei að vita hvað gerist næst.

Hver er draumurinn?
Ég á mér fullt af draumum, en í sambandi við fótbolta er það bara að nýta þennan stutta tíma sem ég hef í fótboltanum til þess að ná eins langt og ég get og búa til eins margar góðar minningar og ég get.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður ?
Jájá upp að vissu marki. Það væri náttúrulega draumur ef maður fengi tækifæri til þess að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast að gera.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri?
Að setja sér háleit markmið og æfa alltaf af fullum krafti. Síðan er bara að hafa alltaf trú á sjálfum sér og sinni getu. Hlutirnir geta breyst mjög fljótt í fótbolta.

Hver er besti samherji frá upphafi ?
Það var frábært að spila með mörgum félögum sínum í Völsungsliðinu þau ár sem ég spilaði þar. Þar má m.a. nefna Elfar Árna, Bjarka Baldvins, Stánn og Halldór Fannar. Allt toppmenn sem gott var að spila með. Svo lærði ég líka mjög mikið af því að spila með Djuro sumarið 2008, hann gat kennt manni eitt og annað.

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með ?
Sennilega er það einhver af núverandi liðsfélögum mínum hér í KR liðinu. Það er mjög gott að Björn Jóns sé ekki í öðru liði. Hann er sennilega besti fótboltaleik- maður sem ég hef spilað með.

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar ?
Bara jákvæðar og góðar stundir sem fylgdu því að klæða sig í Völsungs treyjuna. Maður verður alltaf stoltur af því að hafa alist upp og spilað með svona frábærum klúbbi.

Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung ?
Já, ég vona það innilega.

Hversu mikið saknar þú Húsavíkur ?
Ég sakna Húsavíkur helling og alls fólksins á Húsavík. Þetta er besti staður í heimi.

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs ?
Haldið áfram að styðja ykkar félag hvort sem það gen- gur vel eða ekki. Stuðningurinn skiptir miklu máli fyrir leikmenn og það er nauðsynlegt fyrir félag frá svona litlu bæjarfélagi að hafa mikinn stuðning frá bæjar- búum. Völsungur er það verðmætasta sem Húsavíkur- bær hefur og sameinar fólkið í bænum svo það skal aldrei hætta að styðja við félagið sitt.

RONNI

Eldri greinar:
Græni púlsinn: Elfar Árni Aðalsteinsson (2.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Jónasson (3.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann
(4.tbl)
Græni púlsinn: Hafrún Olgeirsdóttir (5.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ