Grćni púlsinn: Bjarki Baldvinsson

Völsungsleikskráin kom út í dag og Grćni púlsinn tekinn á Bjarka Badda ađ ţessu sinni. Ţađ ţekkja allir ţann ref en Bjarki er mikill Völsungur og spilađi

Grćni púlsinn: Bjarki Baldvinsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 873 - Athugasemdir ()

Bjarki Badda
Bjarki Badda

Völsungsleikskráin kom út í dag og Græni púlsinn tekinn á Bjarka Badda að þessu sinni. Það þekkja allir þann ref en Bjarki er mikill Völsungur og spilaði fyrir félagið frá barnsaldri allt þar til í haust er hann ákvað að söðla um og ganga til liðs við KA. Hér fyrir neðan má lesa viðtalið við hann sem birtist í leikskrá vikunnar.

Hvernig er að vera leikmaður í 1.deild á Íslandi ?
Það er virkilega skemmtilegt, áhuginn á deildinni og metnaður í umfjöllun um hana er til fyrirmyndar og er alltaf að verða meiri.

Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður ?
Í rauninni finnst mér munurinn ekki vera svo mikill, stærsti munurinn er kannski sá að það er þrifið fötin okkar eftir æfingar en það er svo sem ekki mikill munur fyrir mig því Gudda myndi annars bara gera það ef ég væri ennþá heima.

Hvert er markmið sumarsins ?
Markmiðið er bara að vinna hvern einasta leik og halda sér í liðinu. Það hefur gengið upp og ofan hjá okkur í sumar en það er stutt í toppbarráttuna og þar vilja allir vera.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila ?
Það er snilld að vinna Dalvík og er þá leikurinn í fyrra þar sem við unnum 7-3 með bæði Elfar og Hrannar utan vallar mér minnisstæður. En skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað var á móti Blikum í fyrra í bikarnum, þrátt fyrir að hafa klúðrað deddara og verið asnalegur í viðtölum eftir leik þá gæti maður alveg vanist því að spila á móti stórum liðum í hverri viku.

bbeq

Hvernig horfir Bjarki til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn ?
Ég vill auðvitað komast lengra og spila á hærra leveli eins og flestir. Ætla að reyna að sanna mig í 1. deildinni og næsta skref yrði þá vonandi Pepsi deildin.

Hver er draumurinn ?
Draumurinn er að sjálfssögðu að verða atvinnu- maður í fótbolta, þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að það sé fjarlægur draumur þá er ástæðu- laust að hætta að dreyma um það. Haukur Hinriks besti leikmaður Völsungs í fyrra er duglegur að láta mann vita af því að Guðni Bergsson hafi ekki farið út fyrr en eftir tvítugsaldurinn.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður ?
Eins og flest allir krakkar sem byrja að æfa fótbolta þá var draumurinn að verða atvinnumaður.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri ?
Ég held að það sé bara að áhuginn sé til staðar, ef að áhuginn er það mikill þá æfir maður meira og er einbeittari í því að ná árangri.

Eftirminnilegasti leikur á ferlinum til þessa ?
Það er án efa fyrsti leikurinn minn í byrjunarliði fyrir meistaraflokk á móti KS/leiftri. Ég var ekki orðinn 16 ára gamall og búinn að æfa með meistaraflokknum í rúma viku, stressið sem fylgdi því þegar Danni tilkynnti byrjunarliðið nokkrum tímum fyrir leik niður á hóteli var nánast óbærilegt. Ekki nóg með það átti ég líka að taka hornspyrnurnar sem ég hafði aldrei nokkurn tímann gert í yngri flokkunum, ég komst þó ágætlega frá þessum leik að eigin mati.

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar ?
Stærsta fjölskylda í heimi!

Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung ?
Ég held að það sé nánast 100%

Hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með ?
Þeir fyrstu sem koma upp í hugann eru jafnaldrar mínir Elfar Árni og Hallgrímur Mar. Ég hef spilað með þeim frá því að ég byrjaði að æfa fótbolta og þekki því vel inná þá. Það var mjög þægilegt í mörg ár að geta sent einhvers staðar í námunda við Elfar og hann þjösnaðist með boltann í gegnum helst alla vörnina áður en hann skoraði. Einnig verð ég að nefna Aron Bjarka eftir að einhver gáfaður maður ákvað að hann væri miðvörður.

Besti samherji frá upphafi ?
Það er án efa Bergur Jónmunds, traustari liðsfélaga er ekki hægt að finna. Hann er ekki sá flinkasti með boltann og hefur aldrei verið en meiri barráttuhund og nagla hef ég ekki spilað með. Það var alls ekki slæmt að spila með honum á miðjunni í “gamla daga”, maður þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af varnarleiknum þegar maður var með einn krullaðann Bamba Nonna fyrir aftan sig.

Hversu mikið saknaru Húsavíkur ?
Ég sakna Húsavík alltof mikið, það er ekki nóg með að ég sé ekki þar á sumrin að spila með Völsungi heldur dvel ég fyrir sunnan yfir vetrartímann.

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs ?
Taka undir með Dóru Ármanns og hjálpa liðinu að fara upp í fyrstu deild þar sem liðið á að vera.

BB


Eldri greinar:
Græni púlsinn: Elfar Árni Aðalsteinsson (2.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Jónasson (3.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann
(4.tbl)
Græni púlsinn: Hafrún Olgeirsdóttir (5.tbl)
Græni púlsinn: Aron Bjarki Jósepsson
(6.tbl)
Græni púlsinn: Pálmi Rafn Pálmason (7.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ