Forsnig  Jarskjlftasetrinu  Kpaskeri opnu.Almennt -  Hafr Hreiarsson - Lestrar 641 - Athugasemdir (
			
		Síðast liðið fimmtudagskvöld var opnuð forsýning á Jarðskjálftasetrinu í húsnæði grunnskólans á Kópaskeri og mætti þó nokkur fjöldi fólks. Benedikt Björgvinsson framkvæmdarstjóri og stjórnarformaður Skjálftasetursins sagði frá aðdraganda að stofnun félagsins og framtíðaráformum þess. Gestum var boðið upp á að rölta um forsýninguna þar sem bæði má sjá fullgerð sýningarspjöld og verkenfi sem eru í vinnslu.
Fram kemur á heimasíðu Norðurþings að síðastliðið ár hefur verið unnið að undirbúningi sýningar á myndum og efni tengdu jarðhræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er vísir að stærra verkefni, sem er stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Sýningin er enn á undirbúningstigi en ákveðið hefur verið að opna forsýningu í sumar. Tilgangurinn er að kynna heimamönnum og gestum starfið sem hefur átt sér stað fram til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins.

Benedikt Björgvinsson.
Á heimasíðu Jóns Skúla Skúlasonar er hægt að sjá fleiri myndir frá opnuninni en hann tók meðfylgjandi myndir.


 

















 
									 


 
 

 
 
 640.is  Facebook
 640.is  Facebook 
										
Athugasemdir