Elfar Árni í Breiđablik

Elfar Árni Ađalsteinsson, framherji Völsungs, hefur ákveđiđ ađ ganga í rađir Breiđabliks.

Elfar Árni í Breiđablik
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 859 - Athugasemdir ()

Elfar Árni í viđtali eftir leik í sumar.
Elfar Árni í viđtali eftir leik í sumar.

Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji Völsungs, hefur ákveðið að ganga í raðir Breiðabliks. Þetta kom fram á Fótbolta.net nú rétt áðan en samkvæmt heimildum síðunnar mun hann skrifa undir samning hjá félaginu á morgun.

Elfar Árni æfði með Breiðabliki í haust en hann hefur einnig æft með Íslands og bikarmeisturum KR undanfarna daga.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni og fyrstu deildinni sýndu Elfari Árna áhuga en hann ákvað að semja við Breiðablik.

Elfar Árni skoraði þrettán mörk í 22 leikjum í annarri deildinni í sumar en hann lék bæði frammi hjá Völsungi sem og framarlega á miðjunni.

Samtals hefur Elfar Árni skorað 39 mörk með Völsungi síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2006. (fotbolti.net)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ