Græni Herinn verðlaunaði VölsungaÍþróttir - - Lestrar 468
Græni Herinn verðlaunaði leikmenn meistaraflokka Völsungs fyrir frammistöðu sumarsins á Græna Torginu í gær. Veitt voru verðlaun fyrir
Markakóng og Markadrottningu sem og Hermenn ársins 2012 voru krýndir með glæsilegum gullslegnum verðlaunagripum.
Hér fyrir neðan má lesa greinarnar um hvern og einn verðlaunahafa en Sigvaldi Þór Einarsson og Anna Halldóra Ágústsdóttir voru valin Hermenn ársins hjá Græna Hernum og Hrannar Björn Steingrímsson og Ruth Ragnarsdóttir skoruðu flest mörk Völsungs í sumar og fengu að launum markakóngs- og drottningarbikar.
Hermaður ársins:
Sigvaldi Þór Einarsson
Hermaður ársins: Anna Halldóra Ágústsdóttir
Markakóngur ársins: Hrannar Björn Steingrímsson
Markadrottning ársins: Ruth Ragnarsdóttir
Sigvaldi Þór var frábær í sumar og var kosinn Hermaður ársins 2012
Fyrirliðinn Hrannar Björn Steingrímsson er Markakóngur sumarsins 2012
Anna Halldóra Ágústsdóttir hlaut titilinn Hermaður ársins 2012
Ruth Markadrottning ársins 2012 var grimm fyrir framan markið í sumar