Hermađur ársins: Anna Halldóra Ágústsdóttir

Grćni Herinn hefur valiđ hermann ársins 2012 í meistaraflokki kvenna og er ţađ Anna Halldóra Ágústsdóttir sem hlýtur verđlaunin. Anna Halldóra leysti

Hermađur ársins: Anna Halldóra Ágústsdóttir
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 994 - Athugasemdir ()

Anna Halldóra Hermađur ársins
Anna Halldóra Hermađur ársins

Græni Herinn hefur valið hermann ársins 2012 í meistaraflokki kvenna og er það Anna Halldóra Ágústsdóttir sem hlýtur verðlaunin. Anna Halldóra leysti hinar ýmsu stöður á vellinum í sumar; bakvörð, miðvörð og miðju og gaf ekkert eftir. Styrkileiki og kraftur hennar reyndist liðinu dýrmætur á ögurstundum en hún gróf fram stríðsmanninn í sér á vellinum sem mun vonandi stækka og dafna enn meira á næstu árum.

Leikur Önnu óx eftir því sem leið á og bætti hún spilamennsku sína til muna en hún þótti einn jafnasti leikmaður liðsins út sumarið. Metnaður hennar í aukaæfingum utan æfingarsvæðisins skilaði sér inni á vellinum og er mikilvægur partur í skrefunum að taka leik sinn á næsta plan.

Anna Halldóra er framtíðarleikmaður kvennaliðs Völsungs og mikilvægur hlekkur í þeirri uppbyggingu sem vonandi mun eiga sér stað hér á næstu árum. Anna hefur burði til að ná enn lengra og með þroska og aga eru henni allir vegir færir.

Anna Halldóra Ágústsdóttir er Hermaður Græna Hersins árið 2012.
anna

Vert ber að taka fram að Ingvar Björn kom ekki að þessu vali en í dómnefnd sátu aðilar sem að fylgdust grannt með kvennaliðinu í allt sumar.

Tengdar greinar:
Hermaður ársins: Sigvaldi Þór Einarsson

Markakóngur ársins: Hrannar Björn Steingrímsson

Markadrottning ársins: Ruth Ragnarsdóttir


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ