Hermađur ársins: Sigvaldi Ţór Einarsson

Grćni Herinn hefur valiđ Hermann ársins 2012 og hlýtur vinstri bakvörđurinn Sigvaldi Ţór Einarsson verđlaunin. Hann var stórkostlegur á tímabilinu sem nú

Hermađur ársins: Sigvaldi Ţór Einarsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 998 - Athugasemdir ()

Sigvaldi er Hermađur ársins 2012
Sigvaldi er Hermađur ársins 2012

Græni Herinn hefur valið Hermann ársins 2012 og hlýtur vinstri bakvörðurinn Sigvaldi Þór Einarsson verðlaunin. Hann var stórkostlegur á tímabilinu sem nú lauk á dögunum og spilaði stóra rullu í velgengni liðsins sem lyfti dollunni eftirminnilega á Húsavíkurvelli þann 22.september.

Sigvaldi sem er 18 ára gamall sýndi mikil þroskamerki í sumar og bætti leik sinn á öllum sviðum til muna. Hann ásamt félögum sínum í vörninni reistu þéttan múr í öftustu línu en liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk á heimavelli og tapaði ekki leik á Húsavíkurvelli.

Sigvaldi eða Sissi eins og hann er oft kallaður er framtíðar leikmaður Völsungs og er hann vel að þessari nafnbót kominn. Það var unun að fylgjast með honum leik eftir leik og spilamennska hans fór vaxandi með hverri viku. Hann á að baki 39 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs og hefur skorað í þeim eitt mark.

Sigvaldi Þór Einarsson er Hermaður Græna Hersins 2012.
sissi

Tengdar greinar:
Hermaður ársins: Anna Halldóra Ágústsdóttir
Markakóngur ársins: Hrannar Björn Steingrímsson

Markadrottning ársins: Ruth Ragnarsdóttir


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ