Markakóngur ársins: Hrannar Björn Steingrímsson

Hrannar Björn Steingrímsson, fyrirliđi Völsungs, er Markakóngur sumarsins 2012. Hann skorađi sex mörk í 19 leikjum fyrir liđiđ og leiddi

Markakóngur ársins: Hrannar Björn Steingrímsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1026 - Athugasemdir ()

Hrannar markakóngur
Hrannar markakóngur

Hrannar Björn Steingrímsson, fyrirliði Völsungs, er Markakóngur sumarsins 2012. Hann skoraði sex mörk í 19 leikjum fyrir liðið og leiddi Völsungsfjölskylduna sem sannur leiðtogi að titlinum eftirsótta.

Fyrirliðinn skoraði sex mörk líkt og Hafþór Mar og Ásgeir en þar sem hann spilaði færri leiki en þeir hreppir hann verðlaunin að þessu sinni.

Hrannar er tvítugur og var slátturinn í hjarta liðsins í sumar. Talandi hans, barátta, metnaður og ástríða smitaði alla þá sem voru innan sem utan vallar í sumar. Hrannar skoraði mikilvæg mörk og muna eflaust allir eftir sigurmarki hans á 95.mínútu gegn HK heima en það er minning sem mun lifa um ókomna tíð. Hann steig upp á stærstu stundunum, kláraði KFR á útivelli með þrennu í fjórðu síðustu umferðinni og skoraði mark sumarsins gegn Njarðvík í lokaleiknum með glæsilegri aukaspyrnu sem var stórt skref í lönduninni á bikarnum fagra.

Hrannar Björn á að baki 90 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs og hefur skorað í þeim 27 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik aðeins 15 ára gamall í 2.deild árið 2008. Ungur er hann en þroskaður og hæfileikar hans hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með Völsungi síðustu ár. Hrannar er lykilmaður í Völsungsliðinu og spilaði gríðarlega mikilvægan þátt í meistaraför liðsins í sumar en það er vonandi að við fáum að njóta krafta hans sem allra lengst.

Hrannar Björn Steingrímsson er Markakóngur ársins 2012.

Bergur Jónmundsson færði þeim bræðrum Hrannari og Sveinbirni að gjöf mynd á striga fyrir hönd leikmanna meistaraflokks sem tekin var eftir síðasta leik liðsins í sumar. Sveinbjörn var fjarri góðu gamni svo Hrannar tók við myndunum fyrir hönd þeirra bræðra. Bergur tilkynnti sömuleiðis að sektarsjóður liðsins hefði verið lagður inn á styrktarreikning fjölskyldu þeirra.

bergurhrannar

Tengdar greinar:
Hermaður ársins: Sigvaldi Þór Einarsson
Markadrottning ársins: Ruth Ragnarsdóttir
Hermaður ársins: Anna Halldóra Ágústsdóttir


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ