Völsungar Íslandsmeistarar 2. deildar

Völsungar urðu Íslandsmeistarar 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar lið Njarðvíkinga var lagt að velli 2-1.

Völsungar Íslandsmeistarar 2. deildar
Íþróttir - - Lestrar 1157

Sigurreifir Völsungar með bikarinn góða.
Sigurreifir Völsungar með bikarinn góða.

Völsungar urðu Íslandsmeistarar 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar lið Njarðvíkinga var lagt að velli 2-1.

Gríðarleg stemming var í bænum fyrir leik og ekki minnkaði hún á leiknum sjálfum. Hrannar Björn Steingrímsson fyrirliði kom Völsungi yfir rétt fyrir hálfleikinn með frábæru marki úr aukaspyrnu.

Hafþór Mar Aðalgeirsson skoraði síðara mark Völsunga þegar um stundarfjórðungur var eftir og heimamenn komnir í þægilega stöðu.

En gestirnir skoruðu úr vítaspyrnu þegar komið var fram í uppbótartímann og lokamínúturnar vorur magnþrungnar. Sigurinn hafðist og bikarinn beið strákanna og Hrannar Björn fyrirliði hóf hann á loft við mikinn fögnuð viðstaddra sem voru fjölmargir. 

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Bikarinn fór á loft á Húsavíkurvelli - Völsungur deildarmeistari
Hrannar Björn fyrirliði í viðtali eftir Bikarafhendinguna
Sveinbjörn Már í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna á Húsavíkurvelli
Dragan í viðtali eftir að bikarinn fór á loft

Dragan

Strákarnir tolleruðu Dragan þjálfara við mikinn fögnuð viðstaddra.

Hrannar

Hrannar Björn fyrirliði hefur hér bikarinn eftirsótta á loft.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744