Umfjllun: Bikarinn fr loft Hsavkurvelli - Vlsungur deildarmeistari 2.deildar 2012

Vlsungur tryggi sr titilinn me, 2-1, sigri gegn Njarvk laugardag en mrk heimamanna skoruu Hrannar Bjrn og Hafr Mar. Bikarinn fr loft og

Deildarmeistarar ri 2012
Deildarmeistarar ri 2012

Völsungur tryggði sér titilinn með, 2-1, sigri gegn Njarðvík á laugardag en mörk heimamanna skoruðu Hrannar Björn og Hafþór Mar. Bikarinn fór á loft og Hrannar Björn fyrirliði reif hann upp til himna fyrir framan þétta brekkuna sem stóð klappandi, syngjandi og öskrandi með aðdáunaraugun límd á hetjunum okkar. Völsungar eru Íslandsmeistarar 2.deildar árið 2012.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Gunnar S. Jósteinsson, Pétur Á. Sæmundsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Bergur Jónmundsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f), Hafþór Mar Aðalgeirsson (Sigþór Hannesson '92), Ásgeir Sigurgeirsson (Stefán Jón Sigurgeirsson '86), Milan Pesic.

Það ríkti mikil stemning og samhugur fyrir stóra leikinn og við viljum byrja á því að þakka öllum þeim sem að lögðu leið sína á stuðningsmannahitting og á völlinn kærlega fyrir að hafa gert þetta með okkur. Þessi stund var einstök á allan hátt.

ahorfendur

Fyrir leikinn var mínútu þögn til minningar um okkar stærsta, besta og mikilvægasta leikmanns. Steingrímur Kristinn Sigurðsson kvaddi þennan heim þann 13.september en hans verður sárt saknað að eilífu. Steingrímur eða Steini bakari var mikill fótboltaaðdáandi og honum fannst fátt skemmtilegra en að fylgja strákunum sínum eftir og horfa á þá spila, hvort sem það var með Völsungi eða KA. Steini hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður og styrktaraðili Völsungs um árabil en hann og okkar yndislega María Þórdís Guðmundsdóttir hafa verið okkur öllum ólýsanlega mikils virði. Við Völsungar kveðjum okkar mann með söknuði og megi minning hans lifa um ókomna tíð. Hvíldu í friði Steini okkar.

minutuþögn

Með sigri í leiknum var ljóst að bikarinn færi á loft og það mátti finna sigurstrauma svífa yfir allri Húsavík, það vissu einhvernveginn allir að við myndum klára dæmið en það þurfti að fara og gera það. Strákarnir mættu klárari sem aldrei fyrr til leiks og lokuðu dæminu með eftirminnilegum hætti.

Leikurinn fór fjörlega af stað, hraði og barátta fyrsta flokks svo upphafsmínúturnar gáfu tóninn um að framundan væri skemmtilegur fótboltaleikur. Guðni Braga, Gunni Illugi, Siggi Illuga og Hjálmar Ingimars spiluðu öll heimsins stuðningsmannalög með lúðra og trommur að vopni í brekkunni og sköpuðu frábæra stemningu ásamt áhorfendum. Takk fyrir það strákar, frábærir.

Það biðu allir af ómældri eftirvæntingu eftir fyrsta markinu en gestirnir frá Njarðvík björguðu á línu eftir um hálftíma leik er Hrannar Björn átti stungusendingu á Hafþór Mar sem kom boltanum framhjá markmanninum, Milan Pesic tók við boltanum en varnamaður Njarðvíkinga kastaði sér fyrir skot hans og bjargaði á línu.

Átta mínútum síðar átti Ásgeir Sigurgeirsson frábæran sprett. Halldór Fannar vann þá boltann meistaralega á miðjunni og renndi honum út á vinstri kannt til Ásgeirs sem fór virkilega illa með þrjá leikmenn gestanna, lét svo vaða á markið en þrumuskot hans sveif rétt yfir slánna. Á þessum tímapunkti vissi maður að markið færi að detta.

hbs1

Á 44 mínútu gerðist það sem allir voru búnir að bíða eftir. Hrannar Björn Steingrímsson stillti boltanum upp og gerði sig kláran fyrir aukaspyrnu af um 25 metra færi. Hrannar gerði sér lítið fyrir og klíndi boltanum í vínkilinn og það sturlaðist allt bæjarfélagið, mark ársins. Fyrirliðinn hljóp í átt að fjölskyldu sinni og fagnaði af einstakri einlægni. Stuttu síðar flautaði Jan Erik Jessen til leikhlés og söngurinn hélt áfram í brekkunni.

hbs2

hbs3

Bergur Jónmundsson sem átti stórleik var nálægt því að bæta við öðru markinu eftir klukkutíma leik en skot hans hárfínt framhjá fjærstönginni. Bergur fór einnig mikinn í varnarleik Völsungs og bjargaði tvisvar á línu af stakri snilld.

bambi

Á 77.mínútu kom svo seinna mark Völsunga. Hafþór Mar Aðalgeirsson fór illa með markvörð og varnarmann gestana rétt fyrir utan teig, komst einn í gegn og hann átti ekki í neinum vandræðum með eftirleikinn og renndi boltanum í autt markið, 2-0, frábærlega gert og stemningin með öllu ólýsanleg á Húsavíkurvelli.

haffi

haffi2

haffiskorar

Í uppbótartíma fengu gestirnir vítaspyrnu og Gunnar Sigurður Jósteinsson eða Kletturinn líkt og bæjarbúar kalla hann fékk að líta rauða spjaldið. Njarðvíkingar minnkuðu muninn en það skipti þó liltu því Jan Erik mundaði flautuna andartaki síðar og titillinn var í höfn. Völsungar eru deildarmeistarar 2.deildar 2012.

sindri

hbs4

hbs5

Heimabakarísmaður leiksins: Hrannar Björn Steingrímsson
sidastiskorinn

Mér hlotnaðist sá heiður að afhenda síðasta súkkulaðiskóinn en Hrannar Björn leiðtogi liðsins var stórkostlegur í þessum leik og kórónaði virkilega gott sumar þar sem hann tók leik sinn upp á næsta stig á öllum sviðum. Það er ótrúlegt að drengurinn skuli ekki vera eldri en 20 ára gamall en mikilvægi hans og styrkur er einhver lífsins formúla sem ekki verður teiknuð upp.

Græni Herinn óskar öllum Völsungum og Húsvíkingum innilega til hamingju með titilinn. Þetta er svo miklu meira en einhver bikar, þetta er tilverusigur á öllum sviðum lífsins en allur tilfinningaskalinn var klifinn þennan dag hjá öllum sem tengjast Húsavík og íþróttafélaginu Völsungi á einn eða annan hátt. ÁFRAM VÖLSUNGUR!!!

dragan

brekkan

kongar

gh

lokastat

kaerleikur

meistarar

Tengdar greinar:
Hrannar Björn fyrirliði í viðtali eftir Bikarafhendinguna

Sveinbjörn Már í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna á Húsavíkurvelli
Dragan í viðtali eftir að bikarinn fór á loft


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr