25. nóv
Fara upp um deildÍþróttir - - Lestrar 340
Strákarnir í 5. flokki Völsungs í handknattleik hafa staðið sig vel það sem af er vetri og unnið sig upp um deild.
Á dögunum tóku þeir þátt í móti sem Grótta hélt á Seltjarnarnesi og var það liður í Íslandsmóti sem flokkurinn tekur þátt í, en að þessu sinni var liðið í 4. deild.
Skemmst er frá því að segja að strákarnir unnu alla sína leiki og enduðu í efsta sæti 4. deildar. Þar með tryggðu þeir sér þátttökurétt í 3. deild á næsta móti. (volsungur.is)
Strákarnir ásamt þjálfurum sínum, Halldóri Árna Þorgrímssyni og Óskari Páli Davíðssyni.