13. jan
Borgarhólsskóli fær styrki til kaupa á tæknilegoiAlmennt - - Lestrar 252
Borgarhólsskóli fékk fyrr á þessu skólaári veglegan styrk frá Landsvirkjun til að fjárfesta í tæknilegoi.
Á heimasíðu skólans segir að nemendum unglingastigs hafi boðist sú valgrein og vilji skólans sé að sem flestir nemendur geti notið hennar.
Lögð er áhersla á eðlis- og verkfræðifræði þar sem unnið er með vélar, hleðslu, endurnýtanlega orku o.fl.
Nýverið fékk skólinn styrk frá verkfræðistofunni Eflu til að stækka þetta verkefni. Nú býðst fleiri nemendum að spreyta sig í legosmíði og vonir standa til að þetta verkefni eflist áfram.