Vorhátíð Stúlknakórs Húsavíkur

Stúlknakór Húsavíkur heldur vortónleika í sal Borgarhólsskóla sumardaginn fyrsta, 21.apríl kl. 15.

Vorhátíð Stúlknakórs Húsavíkur
Fréttatilkynning - - Lestrar 402

Stúlknakór Húsavíkur heldur vortónleika í sal Borgarhólsskóla sumardaginn fyrsta, 21.apríl kl. 15.

Í tilkynningu segir að undirbúningur fyrir þátttöku á kóramóti í Danmörku standi sem hæst og fara stúlkurnar í byrjun maí í viku söngferð. Kórinn syngur meðal annars lög um frið en einnig lög úr kvikmyndum og söngleikjum. 28 stúlkur á aldrinum 11 – 16 ára skipa kórinn og kórstjóri er Ásta Magg. Þriðja kynslóð kórstjóra hér í bæ.

Verð kr. 1000 og fylgir kaffi/djús og kleina

Nýstofnaður Kvennakór Húsavíkur mun koma fram í fyrsta sinn en einnig syngja með Stúlknakórnum í nokkrum lögum. Þessi kór var stofnaður í byrjun árs 2016 og er skipaður fyrrum Stúlknakórs meðlimum. Kórstjóri er hin eina og sanna Hóffý Ben.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744