Vonast til að ákvörðun um uppbyggingu kísilvers liggi fyrir í upphafi næsta árs

Fulltrúar frá PCC heimsóttu Húsavík í gær ásamt fulltrúum tveggja verktakafyrirtækja sem munu sjá um hönnun og uppbyggingu kísilvers fyrirtækisins

Horft yfir Bakka.
Horft yfir Bakka.

Fulltrúar frá PCC heimsóttu Húsavík í gær ásamt fulltrúum tveggja verktakafyrirtækja sem munu sjá um hönnun og upp-byggingu kísilvers fyrirtækisins

Verktakafyrirtækin heita SMS Siemag og M+W Group og eru bæði með höfuðstöðvar í Þýskalandi.

Að auki voru með í för þrír verkfræðingar frá Eflu verkfræðistofu sem koma að hönnun og undirbúningi verkefnisins.

Að sögn Snæbjarnar Sigurðarsonar verkefnastjóra hjá Norðurþingi kannaði hópurinn aðstæður á Bakka og var m.a. stórum flutningabíl ekið eftir gamla veginum út á Bakka til að kanna hvort hægt væri að nýta hann á uppbygg-ingartíma.

Að loknum fundum í gær héldu fulltrúar verktakanna til Reykjavíkur til frekari undirbúnings verkefnisins.

Fulltrúar PCC og Norðurþings héldu svo fundahöldum áfram í morgun og fram til hádegis.

Lengi vel var búist við því að ákvörðun um uppbyggingu yrði tekin í desember. Það mun ekki ganga eftir en vonast er til að ákvörðun liggi fyrir í upphafi næsta árs og að framkvæmdir hefjist fljótlega þar á eftir.

Hópurinn á Gónhólnum

Fulltrúar PCC, þýsku verktakanna, Eflu og Norðurþings stilltu sér upp til myndatöku á Gónhólnum.

Sabine Köning

Sabine Köning frá PCC ásamt fulltrúm þýsku verktakanna.

Kristján Þór Magnusson

Kristján Þór bæjarstjóri á skrafi við gesti.

Snæbjörn Sigurðarson og Jörg Dembek

Jörg Dembek frá PCC og Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norður-þingi.

Benz frá Bjössa Sig

Hóll ehf. á þennan glæsilega Benz sem ekið var gamla veginn út í Bakka til að kanna hvort hægt væri að nýta hann á uppbyggingartímanum.

Ef smellt er á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744