Völsungur tapaði fyrir Þór í leik um þriðja sætið

Leikið var um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu í gær og mættust þar Þór og Völsungur.

Bjarki Þór skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Bjarki Þór skoraði gegn sínum gömlu félögum.

Leikið var um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu í gær og mættust þar Þór og Völsungur.

Fyrri hálfleikur var svona frekar jafn út á vellinum en það voru Þórsarar sem sköpuðu þau færi sem litu dagsins ljós. 

Strax á 7. mín. komast Þórsarar yfir eftir fyrirgjöf frá Inga Frey sem Ármann Pétur flikkaði áfram til Kristins Þórs Björnssonar sem lék á varnarmann og skoraði. 

Á 30. mín. átti Ármann Pétur ágætis færi þegar markmaður Völsungs sem kominn var út úr teignum missti frá sér boltann en hann náði að komast fyrir skot Ármanns á síðustu stundu.

 

Síðari hálfleikur er síðan 10.mín. gamall þegar Ármann Pétur skorar með skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu Þórsara.  Jóhann Helgi bætir svo þriðja markinu við eftir að hafa sloppið einn á móti markmanni á 72. mín. 

Það var svo komið í uppbótartíma þegar Þórsarar bættu við tveimur mörkum með stuttu millibili fyrst Kristinn þór Rósbergsson sem laumaði boltanum í netið á nærstöng úr mjög þröngu færi og síðan Bjarki þór Jónasson sem potaði boltanum í netið úr þvögu eftir hornspyrnu.

Maður leiksins. Kristinn Þór Björnsson Þór.

kdn.is

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744