Völsungur tapađi fyrir KAÍţróttir - - Lestrar 399
Í dag mćttust Völsungur og KA í Kjarnafćđismótinu og var spilađ í Boganum.
Strax á 6. mínútu fylgdi Ingólfur Örn vel á eftir er Rajkovic reyndi ađ stöđva háa sendingu utan vítateigs og tókst ađ pota boltanum ađ markinu. Ţeir félagar hlupu á eftir boltanum í átt ađ markinu og inn fór boltinn en Ingólfur var dćmdur brotlegur. Ţegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnađur hafđi Völsungur fengiđ 2 fćri til viđbótar án ţess ađ KA hefđi tekist ađ ógna verulega.
En á 29. mínútu kom fyrsta markiđ en ţá skallađi Atli Sveinn í hćgra markhorniđ eftir hornspyrnu. Á 40. mínútu kom síđan nćsta mark og aftur var ţađ skalli úr föstu leikatriđi. KA mann tóku aukaspyrnu á miđjum vallarhelmingi Völsunga og Arnar varđ fyrir ţví óláni ađ „flikka“ boltanum aftur fyrir sig, Steinţóri markmanni ađ óvörum, og í netiđ fór hann.
Seinni hálfleikur byrjađi fjörlega og fljótlega fćrđist nokkur harka í leikinn. Völsungar komu meira inn í leikinn en á 68. mínútu gerđu KA menn út um leikinn međ fallegu marki. Hrannar fékk sendingu fram í sóknarlínuna og tók boltann viđstöđulaust, á lofti, og skorađi međ óverjandi skoti fram hjá Steinţóri markmanni. Síđasta mark KA manna skorađi síđan Bjarni međ skalla eftir ţunga sókn KA manna.
Undir lok leiksins fékk KA mađurinn Ívar Örn ađ líta rauđa spjaldiđ fyrir ađ brjóta á sóknarmanni Völsunga viđ vítateigslínu en ekkert varđ úr aukaspyrnunni. En síđasta fćri leiksins átti Sveinn Helgi fyrir KA en boltinn fór í stöngina og rúllađi síđan eftir marklínunni og út á völlinn aftur.
Áhorfendur voru um 150.
Mađur leiksins: Hrannar Björn Steingrímsson KA.