Völsungur hreppti bronsið í Kjarnafæðismótinu

Völsungur spilaði í gærkveldi um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu gegn Magna frá Grenivík.

Völsungur hreppti bronsið í Kjarnafæðismótinu
Íþróttir - - Lestrar 401

Freyþór skoraði mark Völsunga.
Freyþór skoraði mark Völsunga.

Völsungur spilaði í gærkveldi um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu gegn Magna frá Grenivík.

Leikurinn fór fram í Boganum og höfðu Völsungar betur, sigruðu leikinn 1-0 og lentu í þriðja sæti og hrepptu því bronsið.

Markið skoraði Freyþór Hrafn Harðarson á 35. mínútu leiksins.

Þór sigraði úrslitaleikinn við KA á föstudagskvöldinu 6-1 og hreppti gullið, KA silfrið og Völsungur bronsið.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Freyþór Hrafn skoraði.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744