Völsungsstelpurnar áfram í BorgunarbikarnumÍţróttir - - Lestrar 519
Völsungur vann 3-1 sigur á Einherja í Borgunarbikar kvenna í dag eftir ađ hafa lent undir í leiknum.
Leikiđ var á Húsavíkurvelli í hćglćtissólarveđri og komust gestirnir yfir ţegar Karen Ósk Svansdóttir skorađi á 22. mínútu leiksins.
Völsungar jöfnuđu í blálok fyrri hálfleiks ţegar Lovísa Björk Sigmarsdóttir skorađi. Eftir gott spil upp völlinn fékk Hulda Ösp Ágústsdóttir boltann á fjćrstöng og lagđi hann út á Lovísu sem skorađi örugglega framhjá markverđi gestanna.
Völsungar komu mun beittari til leiks í síđari hálfleik og skorađi Krista Eik Harđardóttir tvö mörk í honum. Ţađ fyrra á 53. mínútu međ góđu skoti frá vítateigslínu. Ţađ síđara kom á 77. mínútu ţegar Dagbjört Ingvarsdóttir fyrirliđi sendi háan bolta fram völlinn sem Lovísa náđi ađ skalla áfram á Kristu sem skýtur á markiđ. Markvörđurinn náđi ađ verja skotiđ en hélt ekki boltanum og Krista hamrađi frákastiđ í netiđ.
(Lýsingarnar eru fengnar af fésbókarsíđu Grćna hersins)
3-1 heimasigur og stelpurnar komnar áfram í Borgunarbikar kvenna.
Hér koma myndir úr leiknum og eins og fyrr er hćgt, međ ţví ađ smella á ţćr, flett ţeim og skođađ í stćrri upplausn.
Lovísa Björk, Krista Eik og Sćrún Anna fagna síđara marki Kristu.
Karólína Pálsdóttir ţrumar knettinum í átt ađ vítateig gestanna.
Sćrún Anna Brynjarsdóttir í baráttu viđ leikmann Einherja.
Krista Eik geysist fram völlinn í kapphlaupi viđ varnarmann Einherja.
Lovísa Björk Sigmarsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir ásamt leikmanni Einherja.
Hulda Ösp Ágústsdóttir tekur aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Dagbjört fyrirliđi í baráttu inn í teig. Arnhildur systir hennar viđ öllu búin.
Kristín Kjartansdóttir í vítateig andstćđinganna.
Bergdís Björk Jóhannsdóttir og Sigrún Vala Hauksdóttir fjćr.
Halldór Ingólfsson og Valdimar Ingólfsson voru međal áhorfenda og fylgjast hér spenntir međ stelpunum.
Ţórhallur Valur Benónýsson ţjálfari Völsungs ánćgđur í leikslok.