02. feb
Völsungar valdir á úrtaksæfingarÍþróttir - - Lestrar 472
Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæf-ingar sem fram fara um komandi helgi.
Um er að ræða úrtakshópa fyrir u-19 og u-17 ára landslið kvenna.
Völsungur á tvo fulltrúa í þessum hópum.
Alexandra Dögg Einarsdóttir hefur verið valin í úrtakshóp u-17 fyrir 2000 árganginn og Jana Björg Róbertsdóttir hefur verið valin í úrtakshóp u-19 ára.
Æfingarnar munu fara fram um næstkomandi helgi, dagana 7-8. febrúar.
Jana Björg leikur með meistaraflokk félagsins og á að baki 28 leiki í deild og bikar og hefur skorað eitt mark.
Alexandra leikur með 3. flokk félagsins.
(volsungur.is)