Völsungar stykja sig fyrir sumariðÍþróttir - - Lestrar 607
Völsungar styrktu lið sitt fyrir baráttuna í 2.deildinni í sumar í vikunni þegar skrifað var undir samninga við tvo leikmenn hjá meistaraflokki karla í knattpsyrnu.
Markmaðurinn efnilegi Aron Dagur Birnuson skrifaði undir saming, en hann kemur á láni frá KA. Aron Dagur, sem er 19 ára, hefur leikið bæði fyrir U17 og U19 landslið Íslands og er gríðarlega efnilegur og spennandi markmaður sem kemur til með að styrkja lið Völsungs mikið.
Þá skrifaði einnig undir samning varnarmaðurinn sterki Victor Svensson. Þessi sænski 32 ára gamli miðvörður kom hér ásamt unnustu sinni, Camillu Johansson sem spilar hér blak með liði Völsungs í Mizunodeildinni við góðan orðstír.
Frábær viðbót við öflugan hóp Völsungs og á heimasíðu félagsins eru Aron Dagur og Victor Svensson boðnir hjartanlega velkomnir í metnaðarfullt lið Völsunga.
Haukur Eiðsson og Aron Dagur.
Haukur Eiðsson og Victor Svensson.