Völsungar skrifa undir samningaÍþróttir - - Lestrar 467
Samningamál við leikmenn eru á fullu skriði hjá karla og kvennaliðum Völsungs þessa dagana.
Tveir ungir og efnilegir leikmenn skrifuðu undir samning við Völsung í gær. Það voru þeir Arnar Skarphéðinsson og Elvar Baldvinsson en báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu. Arnar er fæddur árið 1998 og er miðjumaður. Pabbi Arnars (Gabbi) er Völsungum vel kunnugur og lék hann meðal annars með Völsungum í efstu deild árin 1987-1988.
Elvar er fæddur árið 1997 og spilar sem kanntmaður eða miðjumaður. Strákarnir hafa verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki undanfarið og spilað með Völsungum í Kjarnafæðimótinu. Báðir skrifuðu þeir undir samning til tveggja ára.
Fyrr um daginn skrifuðu Sindri Ingólfsson og Bergur Jónmundsson einnig undir samninga við félagið og er það ánægjuefni að þeir skuli skuldbinda sig í þau verkefni sem framundan eru. Fleiri tíðinda af samningamálum hjá karla og kvennaliði er að vænta næstu daga og er því óðum að komast mynd á hópa sumarsins. (volsungur.is)