Völsungar í blaklandsliðinu á Smáþjóðamóti SCA

Í gær hélt A- Landslið kvenna í blaki til Lúxemburgar þar sem liðið tekur þátt í Smáþjóðamóti SCA.

Völsungar í blaklandsliðinu á Smáþjóðamóti SCA
Íþróttir - - Lestrar 137

Í gær hélt A- Landslið kvenna í blaki til Lúxemburgar þar sem liðið tekur þátt í Smáþjóðamóti SCA.

Liðin sem taka þátt eru sex talsins, Ísland, Lúxemborg, Írland, Norður-Írland, Skotland og Malta. Leikið verður í tveimur riðlum og er Ísland í B riðli, ásamt Norður-Írlandi og Skotlandi.

Mótið er frá föstudegi til sunnudags og má sjá dagskrá hér, ath staðartími. Luxemburg er 2 tímum á undan Íslandi.

Í hópnum eru 3 Völsungs stelpur. Þær Heiðdís Edda, Kristey Marín og Sigrún Marta. Þær unnu N-Írland 3-0 í morgun og fara því vel af stað.

Hér er hlekkur á síðu mótsins https://cevsca.com/senior-women/

Hér eru svo upplýsingar um streymi frá Smáþjóðamótinu í Lúxemburg þar sem hægt verður að horfa á leikina https://www.rtl.lu/sport/news/a/2066585.html


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744