Völsungar bundu enda á þriggja ára sigurgöngu Nes

Kristbjörn Óskarsson hafði sigur í 1. deild Íslandsmóts ÍF í einliðaleik sem fram fór á Seyðisfirði um helgina.

Völsungar bundu enda á þriggja ára sigurgöngu Nes
Íþróttir - - Lestrar 476

Sigurvegararnir ásamt mótssjóra.
Sigurvegararnir ásamt mótssjóra.

Kristbjörn Óskarsson hafði sigur í 1. deild Íslandsmóts ÍF í einliðaleik sem fram fór á Seyðisfirði um helgina.

Þar með batt boccialið Völsungs enda á þriggja ára sigurgöngu boccialiðs Nes í 1. deildinni.

Þá hafnaði Stefán Thorarensen, Akur, í 2. sæti og sveitungi hans Vignir Hauksson úr Eik í 3. sæti.

Það má því segja að þetta hafi verið hreinn og klár norðlenskur stórsigur í 1. deildinni þetta árið.

Íþróttafélagið Viljinn sá um framkvæmd mótsins og gerði það með miklum sóma við harða keppni þar sem fjöldi glæstra tilþrifa litu dagsins ljós. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks og fóru leikirnir fram í gær og í dag en mótinu lýkur með veglegu lokahófi í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar.

Öll úrslit í bæði riðlum og lokaúrslit má finna hér

Sigurvegarrar í 1. deild 2014

Sigurvegarar í 1. deild ásamt Sigurði Valdimarssyni mótsstjóra. Frá vinstri, Sigurður Valdimarsson, Stefán Thorarensen, Kristbjörn Óskarsson og Vignir Hauksson.  

Myndin er fengin af heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Jóna Rún og Hildur

Völsungarnir Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Hildur Sigurgeirsdóttir.

Lj. Anna María Þórðardóttir.

Völsungar á Bocciamóti

Völsungarnir á Íslandsmótinu á Seyðisfirði. 

Ljósmynd Sólveig Sigurðardóttir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744