Vinnsla að fara í gang hjá VísiAlmennt - - Lestrar 181
“Það er allt að verða klárt og stóð til að byrja á morgun en af því verður ekki því ekkert hráefni hefur borist til að vinna úr”. Sagði Víðir Svansson verkstjóri í Vísi hf.hér í bæ í samtali við 640.is í dag. Vinnsla er að fara af stað hjá fyrirtækinu eftir þriggja mánaða stopp en það dregst í einhverja daga af fyrrgreindum ástæðum.
Línuskip fyrirtækisins eru að hefja veiðar þessa dagana eftir sumarfrí og sagði Víðir tvö þeirra vera eltast við ýsu við Austfirði en einungis er unnin ýsa á Húsavík. Víðir sagði birgðarstöðu starfstöðvarinnar á Húsavík vera mjög góða. Þ.e.a.s lítið er af afurðum í frystigeymslunni og mun minna til núna eftir þriggja mánaða stopp heldur eftir fimm mánaða stoppið í fyrra.
Um 50 starfsmenn starfa hjá Vísi á Húsavík en fyrirtækið er auk þess með starfsstöðvar á Djúpavogi, Þingeyri og í Grindavík þar sem aðalstöðvar þess eru.


































































640.is á Facebook