Villi Páls heiđrađur af Landsbjörgu

Vilhjálmi Pálssyni var á ađalfundi björgunarsveitarinnar Garđars í kvöld veitt heiđursviđurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í

Villi Páls heiđrađur af Landsbjörgu
Almennt - - Lestrar 306

Vilhjálmur Palsson međ heiđursviđurkenninguna.
Vilhjálmur Palsson međ heiđursviđurkenninguna.

Vilhjálmi Pálssyni var á ađalfundi björgunarsveitarinnar Garđars í kvöld veitt heiđursviđurkenning Slysavarnarfélagsins Lands-bjargar fyrir störf sín í ţágu björgunarstarfa og slysavarna.

Björgunarsveitin Garđar var stofnuđ áriđ 1959 í kjölfar sjóslyss ţegar Maí TH194 fórst međ tveimur mönnum. Ţá var hávćr umrćđa í samfélaginu um öryggismál sjómanna.

Formađur Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins á Húsavík, Jóhanna Ađalsteinsdóttir eđa Jóhanna í Grafarbakka kom ađ máli viđ Vilhjálm Pálsson eftir ţennan atburđ og rćddi viđ hann um utanumhald og rekstur á fluglínutćkjum til sjóbjörgunar.

Úr varđ ađ Villi Páls kvaddi til fundar átján einstaklinga sem stofnuđu félagsskapinn og úr varđ björgunarsveitin Garđar. Starfsemi sveitarinnar hefur ć síđan veriđ lykilţáttur í öryggi borgaranna og veitt ađstođ ţegar vá ber ađ höndum.

Villi Páls var fyrsti formađur sveitarinnar og veitti henni forystu í 22 ár. Hann hefur komiđ ađ björgun og stjórnun stórra og smárra ađgerđa eins og ţegar Hvassafelliđ strandađi viđ Flatey, eldgosin í Mývatnssveit og Kópaskerskjálftinn reiđ yfir svo dćmi séu tekin.
 
Villi Páls var umdćmisstjóri Slysavarnarfélags Íslands á Norđurlandi í áratug á sínum tíma og stjórnađi bćđi ćfingum og ađgerđum á vegum ţess.
 
Villi Páls er fyrsti einstakingurinn sem hlýtur ţessa heiđursnafnbót hjá björgunarsveitinni Garđari. Hann er rúmlega nírćđur og mćtti galvaskur á ađalfund sveitarinnar eins og hann var vanur ađ gera. Hann flutti smá tölu ađ ţessu tilefni og fór yfir söguna ţegar sveitin var stofnuđ, mikilvćgi starfseminnar og hvatti til frćđslu og eflingar sveitarinnar.
 
Fjölskylda Villa var viđstödd og risu félagar sveitarinnar úr sćtum og klöppuđu duglega fyrir Villa og framlagi hans til málaflokksins.
"Viđ óskum Villa Páls og fjölskyldu hans til hamingju međ heiđursnafnbótina" segir í fréttatilkynningu frá björgunarsveitinni Garđari.
 
Ađsend mynd
Maí TH 194. Mynd úr safni Helga Árnasonar.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744