07. júl
Viðtal við formann Golfklúbbs HúsavíkurAlmennt - - Lestrar 424
640.is fer nú af stað með tilraunaverkefni þar þar sem fréttamenn fara vopnaðir upptökugræjum og ræða málin við fólk.
Hjálmar Bogi Hafliðason, formaður Golfklúbbs Húsavíkur er fyrstur á dagskrá og ræddi Hjörvar Gunnarsson við hann um klúbbinn, golfíþróttina og samfélagið í heild sinni.
Hjálmar nefndi m.a að á þeim fimmtíu árum Golfklúbbur Húsavíkur hefur starfað hafa orðið gríðarlegar breytingar á starfinu enda hefur golfið þróast mikið á Íslandi á hálfri öld.
Spjall Hjörvars og Hjálmars snerist þó ekki aðeins um golf heldur opinberaði Hjálmar hvað það er að hans mati sem Húsavík skortir: Subway-stað í bæinn.
Viðtalið við Hjálmar Boga má sjá hér að neðan.