Viðbragðsaðilar á námsstefnu

Um síðustu helgi hittust viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“ og voru þátttakendur um 50 talsins.

Viðbragðsaðilar á námsstefnu
Almennt - - Lestrar 105

Um síðustu helgi hittust viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“ og voru þátttakendur um 50 talsins.

Markhópur námsstefnu þessarar eru aðilar sem koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.
 
Frá þessu segir á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en haldir voru ýmsir fyrirlestrar.  M.a. sem varða náttúruvá í  umdæminu, tæknimál varðandi dróna og streymi.
 
Einnig nýjar áherslur hjá Ferðamálastofu varðandi utanumhald með ferðaþjónustufyrirtækjum og þá var mjög áhugaverður fyrirlestur er varðar þá stöðu þegar viðbragðsaðilar lenda sjálfir í slysum við störf sín svo eitthvað sé nefnt.
 
Er þetta í annað sinn sem námsstefna sem þessi er haldin, en hún var fyrst haldin í febrúar 2023, og stendur Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra straum af stærstum hluta kostnaðarins.
 
Almenn ánægja er meðal þátttakenda um fræðslu og samráðsvettvang sem þennan sem eflir og tengir allar viðbragðseiningar enn betur saman þegar síðan reynir á í aðgerðum og samstarfi.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744