Vetur að ganga í garðAlmennt - - Lestrar 334
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að ekki sé annað að sjá en að veturinn sé í garð genginn því næstu daga blæs köld norðanátt á landinu með snjókomu eða skafrennigni fyrir norðan, en bjartviðri syðra.
"Sannkölluð stórhríð geisar á Norður- og Austurlandi á morgun og fram á föstudag, án efa með tilheyrandi samgöngu- og rafmagsntruflunum á þeim slóðum. Norðanveðrið gengur varla niður fyrr en á sunnudag og mánudag og birtir þá jafnfram til í flestum landshlutum". Segir á vef veðurstofunnar en þar er rifjað upp að þennan sama dag fyrir 40 árum gerði ofsaveður í Eyjafirði þ.a. skemmdir urðu á húsum og öflugar vindhviður færðu þungar vélar úr stað.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 10-18 og snjókoma eða él um landið norðanvert, en bjart með köflum og þurrt að kalla sunnantil. Frost 0 til 5 stig, en allvíða frostlaust við sjóinn.
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 8-15 með éljagangi, en heldur hægari og bjartviði um landið S-vert. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-10 austast en annars hægari. Él NA- og A-lands, en annars víða léttskýjað. Kalt í veðri.
Á mánudag:
Yfirleitt hægviðri og léttskýjað, en sunnan 3-8 og snjókoma á köflum vestantil. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir austlæga átt og víða dálítil úrkoma. Hlýnandi veður.
Norðanstormur í aðsigi en fallegt á höfðanum engu að síður.