Verkefni Borgarhólsskóla og Grænuvalla tilnefnt til íslensku menntaverðlaunanna

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2025.

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2025.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Borgarhólsskóli í samstarfi við Grænuvelli er tilnefndur til verðlaunanna að þessu sinni fyrir framúrskarandi þróunarverkefni; samstarf um læsi og málörvun, Lítil skref á leið til læsis.

Frá þessu segir á heimasíðu Borgarhólsskóla en verkefni sem lúta að framúrskarandi þróunarverkefni þurfa að standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu.

Sjá umfjöllun Samtaka áhugafólks um skólaþróun um verkefnið Lítil skref á leið til læsis HÉR.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744