Verkefni Borgarhólsskóla og Grænuvalla tilnefnt til íslensku menntaverðlaunannaAlmennt - - Lestrar 21
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2025.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Borgarhólsskóli í samstarfi við Grænuvelli er tilnefndur til verðlaunanna að þessu sinni fyrir framúrskarandi þróunarverkefni; samstarf um læsi og málörvun, Lítil skref á leið til læsis.
Frá þessu segir á heimasíðu Borgarhólsskóla en verkefni sem lúta að framúrskarandi þróunarverkefni þurfa að standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu.
Sjá umfjöllun Samtaka áhugafólks um skólaþróun um verkefnið Lítil skref á leið til læsis HÉR.