Velheppnuđ tónleikaröđ á Langanesströnd

Menningararfi Langanesstrandar var svo sannarlega gert hátt undir höfđi ţetta síđsumar međ fimm kvölda tónleikaröđ sem bar nafniđ ‚Stofutónleikar á

Velheppnuđ tónleikaröđ á Langanesströnd
Almennt - - Lestrar 85

Menningararfi Langanesstrandar var svo sannarlega gert hátt undir höfđi ţetta síđsumar međ fimm kvölda tónleikaröđ sem bar nafniđ ‚Stofutónleikar á Bjarmalandi‘.

Frá ţessu segir á heimasíđu SSNE en tilgangur verkefnisins, ađ sögn Bakkfirđingsins Hilmu Steinarsdóttur, var ađ eiga saman notalega stund og hlusta á falleg lög og túlkun á kvćđum Kristjáns frá Djúpalćk, minnast hans og fólksins sem bjó á Djúpalćk og á Bjarmalandi, og vekja athygli á ţessu svćđi, Langanesströnd viđ Bakkafjörđ. Bjarmaland stendur viđ hliđina á Djúpalćk á Langanesströnd, ţar sem Kristján fćddist og ólst upp, bćrinn sem hann kenndi sig viđ alla tíđ. Stórfjölskylda Kristjáns á ţarna afdrap enn í dag og óhćtt ađ segja ađ andi hans hafi veriđ međ ţeim tónleikagestum sem lögđu leiđ sína í gömlu stofuna á Bjarmalandi.

Tónlistarfólkiđ Kristín og Jonni fluttu frumsamin lög viđ valin kvćđi Kristjáns, af stakri virđingu fyrir verkum hans og ţeim tilfinningum og ţeirri mannúđ sem fram kemur í kvćđunum. Ađ sögn skipuleggjenda mćttu yfir hundrađ gestir í ţađ heila og kom fólk alls stađar ađ úr landshlutanum til ađ minnast skáldsins međ ţessum hćtti. Ađ tónleikum loknum bauđ Hilma gestum upp á kaffi og međ ţví ađ íslenskum sveitasiđ. Verkefniđ hlaut styrk frá Betri Bakkafirđi og verđur vonandi framhald á í einhverri mynd, enda af nógu ađ taka ţegar kemur ađ skáldum og ţeim ljóđarfi sem á rćtur sínar í svćđiđ.

Ađsend mynd

Ljósmyndir Hilma Steinarsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744