Vel heppnaður krakkablaksdagur um liðna helgi

Í vetur hafa ríflega 30 krakkar æft krakkablak í yngstu flokkum í blaki hjá Völsungi.

Vel heppnaður krakkablaksdagur um liðna helgi
Íþróttir - - Lestrar 298

Pitsaveisla á Græna torgi. Lj. volsungur.is
Pitsaveisla á Græna torgi. Lj. volsungur.is

Í vetur hafa ríflega 30 krakkar æft krakkablak í yngstu flokkum í blaki hjá Völsungi.

Í fyrra stóðum við fyrir skemmtilegu móti með iðkendum frá norður- og austurlandi en nú var ákveðið að standa fyrir blakdegi þar sem gestir okkar  komu frá Eflingu og KA. Tuttugu og fjórir krakkar tóku þátt í deginum frá Völsungi en tæplega 20 börn komu frá hinum liðunum auk fjölda foreldra sem fylgdi þeim eftir.

Skipt var í 11 lið og spilaði hvert lið 3 – 4 leiki. Í lokin settum við upp bland í poka leiki, þar sem krakkar drógu númer og liðin blönduðust saman. Ánægjan og leikgleðin var í fyrirrúmi, stigaskor var talið í hverjum leik en ekkert skráð og allir jafnir. Að lokum var haldin sameiginleg pitsuveisla.

Krakkar og þjálfarar voru mjög ánægð með daginn, það er mikil tilbreyting að fá að spila blak við aðra krakka og leið og leikurinn verður markvissur, skemmtilegur og árangursríkur. Það voru þjálfarar í unglingastarfi Völsungs í blaki sem stóðu fyrir deginum. Þátttakendum, gestum og foreldrum þökkum við fyrir komuna og góðan dag og vonumst til að sameiginlegur krakkablaksdagur sé kominn til að vera. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744