Vel heppnað blakmótÍþróttir - - Lestrar 487
Um helgina fór fram hið árlega Nýársmót Völsungs í blaki og var það nú haldið í 21. skipti.
Að þessu sinni mættu 37 lið til leiks, 10 karlalið og 27 kvennalið sem spiluðu í fjórum deildum.
Mótið hófst á föstudagskvöld en alls voru spilaðir 96 leikir á Húsavík og á Laugum en þar höfðum við tvo velli til afnota.
Blaklíf á Norðurlandi er blómlegt sem fyrr en alls eru haldin sex hraðmót á Norðurlandi yfir vetrartímann en starfinu lýkur með Íslandsmóti öldunga sem að þessu sinni verður haldið í maí nk. í Garðabæ.
Keppendur á Nýársmótinu komu allt frá Siglufirði og austur til Reyðarfjarðar og komust færri lið að heldur en vildu.
Blakdeild Völsungs vill þakka sérstaklega styrktaraðilum mótsins sem að þessu sinni voru Úrval og Kaskó auk Sjóvá og Olís á Húsavík.
Keppendum, starfsmönnum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt eru færðar þakkir.
Helstu úrslit eru:
1.deild karla
1. KA Ö
2. Rimar
3. Hyrnan
1. deild kvenna
1. Völsungur A
2. Skutlur – Eik a
3. Völsungur B
2. deild kvenna
1. Skriður Yngri
2. Völsungur C
3. KA-Freyjur A
3. deild kvenna
1. Rimar C
2. Skutlur Eik b
3. Mývetningur
4. deild kvenna
1. KA Freyjur B
2. Mývetningur A
3. Bjarkir