Vaðlaheiði forgangsverkefni

Ályktun. Kjördæmisþing Samfylkingarinnar haldið laugardaginn 19.september í Lundi Öxarfirði samþykkir eftirfarandi ályktun: Kjördæmisþing beinir þeim

Vaðlaheiði forgangsverkefni
Aðsent efni - - Lestrar 440

Ályktun.

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar haldið laugardaginn 19.september í Lundi Öxarfirði samþykkir eftirfarandi ályktun:

Kjördæmisþing beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar og Alþingis að taka atvinnu- og samgöngumál í kjördæminu föstum tökum.

Vaðlaheiðargöng eru forgangsverkefni í atvinnu-, samgöngu- og ferðamálum kjördæmisins. Afar mikilvægt er að það verkefni hefjist þegar á árinu 2010. Í tengslum við aukinn ferðamannastraum og uppbyggingu ferðamála þarf að hefja stækkun flugstöðvar á Akureyri ásamt því að stórauka markaðssetningu svæðisins á erlendum vettvangi.

Atvinnuuppbygging á Bakka við Húsavík og orkuleit og orkuvinnsla á svæðinu mega undir engum kringumstæðum frestast og mikilvægt er að ríkisstjórnina bresti ekki stefnufestu í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum og á öðrum stöðum í kjördæminu.

Þjóðvegur 1 er ekki fullunninn í kjördæminu og á honum eru enn nokkrar einbreiðar brýr með tilheyrandi slysahættu og er það algjörlega óviðunandi ástand. 

Þá þess krafist að öryggi þeirra sem þurfa að fara yfir háa fjallvegi til að sækja vinnu og þjónustu sé tryggt með öflugu viðhaldi og þjónustu þessara vega.

Jafnframt vill fundurinn að mótuð verði margviss áætlun um jarðgangagerð í kjördæminu þar sem aldrei sé unnið að færri en einum jarðgöngum í ríkisframkvæmd.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744