Útsýnispallur viđ Tjarnarleitisrétt

Ferđaţjónustusamtökin Norđurhjari hafa undanfariđ misseri unniđ ađ svokölluđu áfangastađaverkefni á starfssvćđi sínu, sem er frá Kelduhverfi austur á

Útsýnispallur viđ Tjarnarleitisrétt
Fréttatilkynning - - Lestrar 525

Nýr útsýnispallur viđ Tjarnarleitisrétt
Nýr útsýnispallur viđ Tjarnarleitisrétt

Ferđaţjónustusamtökin Norđurhjari hafa undanfariđ misseri unniđ ađ svokölluđu áfangastađaverkefni á starfssvćđi sínu, sem er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörđ.

Stćrsta framkvćmdin innan verkefnissins var smíđi útsýnispalls viđ Skjálftavatn í Kelduhverfi, en ţar er góđ ađstađa til fuglaskođunar og gott útsýni.

Arnhildur Pálmadóttir í Hönnunarverksmiđjunni á Húsavík hannađi pallinn, en Jón Kristján Ólason hjá Trémáli á Kópaskeri smíđađi. Var smíđinni lokiđ fyrir sumarsólstöđur og pallurinn hafđur til sýnis á sólstöđuhátíđ á Kópaskeri, ţar sem fulltrúar Norđurhjara frćddu gesti um tilurđ pallsins og frekari hugmyndir.

Nćsta skref er ađ setja upp frćđsluskilti viđ pallinn, annars vegar um frá Skjálftasetrinu á Kópaskeri um vatniđ, jarđfrćđi og lífríki ţess, hinsvegar fuglaskilti frá Fuglastíg á Norđausturlandi.

Fólk er hvatt til ađ nýta sér ţennan fallega pall til ađ njóta útsýnis, hafa međ sér kaffi, nesti og kíki til ađ skođa fugla, iđka jóga eđa hvađ annađ sem hugurinn býđur, í friđi og ró og fallegu umhverfi. Pallurinn stendur viđ Tjarnarleitisrétt.

Margt fleira er hćgt ađ gera sér til skemmtunar í nágrenninu; koma í Gljúfrastofu og Ásbyrgi, fara ţar á hestbaki inn í byrgiđ, veiđa í Skjálftavatni og Litluá, heimsćkja Byggđasafniđ og Skjálftasetriđ á Kópaskeri og fara ţar í jarđskjálftahermi, og ţannig mćtti áfram telja.

Velkomin á Norđausturhorniđ


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744