Útsýnispallur á Bakkafirði vígður

Sólin braust út á milli skýjanna eftir skúri gærdagsins þegar nýr útsýnispallur á Bakkafirði var vígður með hátíðarbrag.

Útsýnispallur á Bakkafirði vígður
Almennt - - Lestrar 139

Sólin braust út á milli skýjanna eftir skúri gærdagsins þegar nýr útsýnispallur á Bakkafirði var vígður með hátíðarbrag.

Við vígsluna blessaði séra Þuríður W. Árnadóttir pallinn sem stendur við gömlu höfnina og gengur fram á klappirnar miðsvæðis í kauptúninu.

Þaðan er gott útsýni út Bakkaflóa og Gunnólfsvíkurfjall blasir fagurblátt við svo draumskáldin vakna.

frá þessu segir á vef SSNE en um er að ræða fyrsta áfanga verkefnisins Hafnartanginn á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf sem hlaut styrk úr

Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fyrirtækið Garðvík á Húsavík í samvinnu við Faglausn sá um hönnun og smíði útsýnispallsins. Sérstaklega er gætt að góðu aðgengi fyrir fatlaða á pallinn, líkt og vera ber. Stund á pallinum ætti að færa gestum fegurð, gleði og frið.

Ljósmynd - Aðsend

Verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar á nýjum útsýnispalli. Mynd/KÞH.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744