Úthlutanir úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2022

Lista- og menningarsjóður Norðurþings er opinn fyrir umsóknir allt árið en honum er ætlaður til að styrkja smærri verkefni sem stuðla að eflingu

Lista- og menningarsjóður Norðurþings er opinn fyrir umsóknir allt árið en honum er ætlaður til að styrkja smærri verkefni sem stuðla að eflingu menningarstarfs í Norðurþingi.

Hámarksúthlutun úr sjóðnum eru 100.000 kr. í hvert verkefni.

Árið 2022 hlutu eftirfarandi verkefni styrk á bilinu 40.000 – 100.000 kr. úr lista- og menningarsjóði Norðurþings:

  • Joachim B. Schmidt vegna upplestrar á Raufarhöfn úr bók sinni Kalmann, en Raufarhöfn er sögusvið bókarinnar
  • Urður, tengslanet kvenna, vegna viðburða sem veita konum tækifæri til að kynna sér menningu, list og atvinnuuppbyggingu víða á Norðausturlandi
  • Einar Óli Ólafsson vegna útgáfutónleika á Húsavík, Akureyri og í Reykjavík
  • Kvenfélag Keldhverfinga vegna afmælis- og menningarhátíðar kvenfélagsins í Skúlagarði í júní
  • Aldey Unnar Traustadóttir vegna Druslugöngunnar á Húsavík
  • Tónasmiðjan vegna tónleikanna Rokkum gegn sjálfsvígum
  • STEM Húsavík vegna fjölskylduferðar í tengslum við NorthQuake 2022 jarðskjálftaráðstefnu sem fór fram á Húsavík
  • Salóme Bregt Hollanders vegna sýningarinnar Gárur sem verður sett upp í Hvalasafninu á Húsavík í ársbyrjun 2023
  • Klaudia Migdal vegna fjölmenningar- og jógahelgi á Húsavík
  • Húsavíkurstofa og félag eldri borgara vegna samanbrjótanlegra útibása fyrir bæjarhátíðir og markaði sem meðlimir í félagi eldri borgara byggðu í tengslum við aðventuhátíðina Jólabærinn minn
  • Húsavíkurstofa og Húsavíkurkirkja vegna tónlistarflutnings í Húsavíkurkirkju sem var hluti af aðventuhátíðinni Jólabærinn minn

Eins og sjá má eru verkefnin sem hljóta styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings fjölbreytt og skemmtileg.

Á heimasíðu Norðurþings eru allir sem hafa hugmyndir að því hvernig efla mætti menningarlíf í Norðurþingi hvattir til að sækja um í sjóðinn.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744