Um hundrað hlauparar hlupu Botnsvatnshlaupið

Botnsvatnshlaup Landsbankans var hlaupið á Mærudögunum en það var haldið af Hlaupahópnum Skokka á Húsavík.

Um hundrað hlauparar hlupu Botnsvatnshlaupið
Íþróttir - - Lestrar 579

Ingólfur Freysson afhendir verðlaun.
Ingólfur Freysson afhendir verðlaun.

Botnsvatnshlaup Landsbankans var hlaupið á Mærudögunum en það var haldið af Hlaupahópnum Skokka á Húsavík.

Um hundrað hlauparar tóku þátt en boðið var upp á tvær vegalendir, 7,6 km. og 2,6 km. og hófst hlaupið við Botnsvatn og lauk í Skrúðgarðinum við Búðará. 

 

Eins og meðfylgjandi myndir, sem Fríður Helga Kristjánsdóttir tók, sýna nutu þátttakendur og áhorfendur fallegrar náttúru svæðisins sem skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni.

Í 7,6 km. hlaupinu varð Atli Steinn Sveinbjörnsson hlutskarpastur af körlunum á tímanum 31:14 og Helga Jóna varð fyrst af konunum í mark á tímanum 38:53.

Úrslit 7,6 km. hlaupsins má sjá hér

Ef smellt er á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Hlaupið hófst við Botnsvatn

Atli Steinn

Helga Jóna

Markið var í Skrúðgarðinum

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744