26. júl
Um 90 manns tóku á rás í Botnsvatnshlaupi LandsbankansÍþróttir - - Lestrar 514
Að venju tóku Húsvíkingar, Þingeyingar og gestir á rás á Mærudögum sem nú standa yfir á Húsavík.
Hlaupahópurinn Skokki hélt að venju Botnsvatnshlaup Landsbankans og bauð upp á andlega og líkamlega næringu í formi einstakrar náttúru og hollrar hreyfingar í mildu sumarhlaupsveðri.
Þátttakendur voru um 90 að þessu sinni. Boðið var upp á 3,3 km. og 8,3 km. skokk, umhverfis Botnsvatn og niður með Búðará í skrúðgarðinn á Húsavík.
Hlutskörpust í styttri vegalengdinni voru Júdit Alma Hjálmarsdóttir á tímanum 17:17 og Friðrik Björgvinsson á tímanum 15:38.
Í lengri vegalengdinni urðu hlutskörpust Sif Heiðarsdóttir á tímanum 40:15 og Snæþór Aðalsteinsson á tímanum 32:13.
Sif Heiðarsdóttir og Aðalsteinn Snæþórsson.
Meðfylgjandi myndir tók Fríður Helga Kristjánsdóttir.