Tveir blakleikir um helginaÍþróttir - - Lestrar 523
Um helgina mun úrvalsdeildarlið Völsungskvenna í blaki spila tvo leiki í Mizunodeildinni.
Í kvöld ( föstudag) kl. 18.30 verður leikur á Akureyri við KA og á sunnudag kl. 14.00 er leikur hér á Húsavík við Stjörnuna.
Völsungur fékk í vikunni liðsstyrk fyrir lokaátökin í deild og bikar. Ítölsk blakstúlka Michell Traini er kominn til Húsavíkur og mun verða gjaldgeng strax um helgina í þessa tvo leiki.
Völsungsliðið hefur staðið sig mjög vel í vetur og vakið athygli fyrir mikla báráttu og þrautseigju á fyrsta ári í úrvalsdeidinni og eftir góða ferð suður um síðustu helgi þar sem liðið tryggði sig áfram í 8 liða úrslit bikarkeppninnar var ákveðið að taka þetta skref og styrkja liðið fyrir næstu leiki.
Blakarar vonast eftir góðum stuðningi á sunnudaginn í höllinni !